Goðsögnin Bobby Charlton látinn Viktor Örn Ásgeirsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 21. október 2023 15:06 Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty Fótbolti Andlát Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty
Fótbolti Andlát Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira