Rakel Adolphsdóttir, safnvörður Kvennasögusafn Íslands og Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, lektor í kynjafræði við HÍ ræða kvennaverkfallið á þriðjudag, markmið þess, ástæður og fleira.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræðir húsnæðismarkaðinn sem enn og aftur veldur miklum áhyggjum, sérstaklega í ljósi samdráttar í framboði, mikillar fólksfjölgunar og yfirvofandi kjarasamninga þar sem húsnæðismál eiga að vera á oddinum.
Þórdís Ingadóttir dósent við Lagadeild HR, sérfræðingur í alþjóðalögum, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við HÍ, ræða stöðuna á Gaza, stríðsglæpi og stjórnmál.