Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. október 2023 13:00 Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun