Fjármunum sóað og áætlaður sparnaður vegna Microsoft-samnings ekki skilað sér Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 08:39 Bjarni Benediktsson var fjármála- og efnahagsráðherra þegar samningurinn við Microsoft var undirritaður árið 2018. Vísir/Vilhelm Umfang þeirra breytinga sem samningur, sem íslenska ríkið gerði við Microsoft árið 2018, var vanmetið og innleiðing þeirra lausna sem samið var um dróst á langinn. Þá hafi fjármunum verið sóað og fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt í tengslum við samninginn, eða 5,5 milljarðar króna á ári frá árinu 2023, hafi skilað sér. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft sem embættið kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Umfang breytinga vanmetin og innleiðing dróst á langinn Á vef Ríkisendurskoðunar segir að þótt umræddur samningur við Microsoft, sem var undirritaður 1. júní 2018, hafi skilað ávinningi fyrir stofnanir og ríkið í heild hafi undirbúningi og innleiðingu hans verið verulega ábótavant. Umfang breytinganna sem samningurinn fól í sér hafi hins vegar verið vanmetið og innleiðing lausna sem samið var um hafi dregist á langinn. Þá segir að það ávinningsmat sem kynnt hafi verið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis í upphafi verkefnisins hafi ekki reynst nothæft til að leggja hlutlægt mat á raunverulegan árangur. Fjármunum sóað Samningurinn fól í sér hugbúnaðarleyfi fyrir A-hluta stofnanir íslenska ríkisins, en gerðir voru tveir samningar, annar fyrir menntastofnanir og hinn fyrir almennar A-hluta stofnanir. Samningarnir voru endurnýjaðir til fimm ára vorið 2021. „Í úttektinni kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt, þ.e. 5,5 ma.kr. árlegur sparnaður frá og með árinu 2023, hafi skilað sér. Við innleiðingu samningsins hafi komið upp tilfelli þar sem fjármunum var sóað og að enn séu uppi álitamál vegna öryggis- og persónuverndarsjónarmiða. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að með innleiðingu heildarsamnings milli ríkisins og Microsoft var vikið frá því dreifstýrða fyrirkomulagi sem hefur einkennt upplýsingatæknimál ríkisstofnana síðustu áratugi. Þess í stað hafa innkaup, stefnumótun og tilhögun upplýsingatæknimála hvað snýr að hefðbundnum skrifstofuhugbúnaði allra ríkisstofnana verið færð á eina hendi. Með því hafa skapast tækifæri til stærðarhagkvæmni í innkaupum og aukinnar samhæfingar og samvinnu milli ólíkra stofnana og ráðuneyta. Athygli vekur hversu takmarkaðan stuðning ríkisstofnanir telja sig hafa fengið frá fagráðuneytum sínum í svo viðamiklu og viðkvæmu breytingarferli. Í skýrslunni eru lagðar fram sjö ábendingar í garð fjármála- og efnahagsráðuneytis sem snúa m.a. að nauðsyn þess að skýra ábyrgðarmörk, stuðla að hagkvæmni í rekstri ríkisins og mikilvægi vandaðs og skjalfests undirbúnings samningagerðar af þessum toga. Þá telur Ríkisendurskoðun til mikils að vinna að áfram verði unnið að því að tryggja miðlun þekkingar og samvinnu milli rekstraraðila þeirra skýjageira sem reknir eru innan samningsins við Microsoft og að þróun hugbúnaðarumhverfis ríkisins innan hans sé notendadrifin,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Microsoft Rekstur hins opinbera Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft sem embættið kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Umfang breytinga vanmetin og innleiðing dróst á langinn Á vef Ríkisendurskoðunar segir að þótt umræddur samningur við Microsoft, sem var undirritaður 1. júní 2018, hafi skilað ávinningi fyrir stofnanir og ríkið í heild hafi undirbúningi og innleiðingu hans verið verulega ábótavant. Umfang breytinganna sem samningurinn fól í sér hafi hins vegar verið vanmetið og innleiðing lausna sem samið var um hafi dregist á langinn. Þá segir að það ávinningsmat sem kynnt hafi verið af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis í upphafi verkefnisins hafi ekki reynst nothæft til að leggja hlutlægt mat á raunverulegan árangur. Fjármunum sóað Samningurinn fól í sér hugbúnaðarleyfi fyrir A-hluta stofnanir íslenska ríkisins, en gerðir voru tveir samningar, annar fyrir menntastofnanir og hinn fyrir almennar A-hluta stofnanir. Samningarnir voru endurnýjaðir til fimm ára vorið 2021. „Í úttektinni kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki getað sýnt fram á að sá fjárhagslegi ávinningur sem að var stefnt, þ.e. 5,5 ma.kr. árlegur sparnaður frá og með árinu 2023, hafi skilað sér. Við innleiðingu samningsins hafi komið upp tilfelli þar sem fjármunum var sóað og að enn séu uppi álitamál vegna öryggis- og persónuverndarsjónarmiða. Ríkisendurskoðun vekur athygli á að með innleiðingu heildarsamnings milli ríkisins og Microsoft var vikið frá því dreifstýrða fyrirkomulagi sem hefur einkennt upplýsingatæknimál ríkisstofnana síðustu áratugi. Þess í stað hafa innkaup, stefnumótun og tilhögun upplýsingatæknimála hvað snýr að hefðbundnum skrifstofuhugbúnaði allra ríkisstofnana verið færð á eina hendi. Með því hafa skapast tækifæri til stærðarhagkvæmni í innkaupum og aukinnar samhæfingar og samvinnu milli ólíkra stofnana og ráðuneyta. Athygli vekur hversu takmarkaðan stuðning ríkisstofnanir telja sig hafa fengið frá fagráðuneytum sínum í svo viðamiklu og viðkvæmu breytingarferli. Í skýrslunni eru lagðar fram sjö ábendingar í garð fjármála- og efnahagsráðuneytis sem snúa m.a. að nauðsyn þess að skýra ábyrgðarmörk, stuðla að hagkvæmni í rekstri ríkisins og mikilvægi vandaðs og skjalfests undirbúnings samningagerðar af þessum toga. Þá telur Ríkisendurskoðun til mikils að vinna að áfram verði unnið að því að tryggja miðlun þekkingar og samvinnu milli rekstraraðila þeirra skýjageira sem reknir eru innan samningsins við Microsoft og að þróun hugbúnaðarumhverfis ríkisins innan hans sé notendadrifin,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Microsoft Rekstur hins opinbera Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira