„Hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2023 14:40 Jóhanna Vilhjálms er mætt aftur í Bítið. Jóhanna Vilhjálmsdóttir er mætt aftur í Bítið á Bylgjunni á ný, allavega í bili. Hún stýrði þættinum ásamt Þórhalli Gunnarssyni í áraraðir á sínum tíma, og þá á Stöð 2. Síðar í Íslandi í dag, Kastljósinu og víða í fjölmiðlum. Jóhanna, ásamt eiginmanni sínum Geir Sveinssyni bæjarstjóra í Hveragerði, eru nýlega flutt aftur til landsins eftir að hafa búið í Austurríki og í Þýskalandi undanfarin ár. Sindri Sindrason leit við hjá Jóhönnu í Hveragerði en Geir hefur verið þar bæjarstjóri frá því á síðasta ári. Sindri ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ákveðin nostalgía að vera mætt aftur í Bítið. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól. Samt var Bítið eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í sjónvarpi. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilega mannlegur þáttur. Ekkert of mikið af þungum fréttum. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Jóhanna en hún bjó erlendis í ellefu ár, þar af tvö í Austurríki og níu í Þýskalandi. „Við ætluðum ekkert að vera svona lengi en okkur leið bara alveg rosalega vel. Við erum í heildina sjö í fjölskyldunni með fimm börn. En elstu tvö börnin okkar voru ekki með okkur úti enda orðin þrítug,“ segir Jóhanna en yngri börnin voru í raun að verða meira Þjóðverjar en Íslendingar og því ákváðu þau hjónin að koma heim til að börnin gætu myndað rætur við Ísland. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól Ísland í dag Fjölmiðlar Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Síðar í Íslandi í dag, Kastljósinu og víða í fjölmiðlum. Jóhanna, ásamt eiginmanni sínum Geir Sveinssyni bæjarstjóra í Hveragerði, eru nýlega flutt aftur til landsins eftir að hafa búið í Austurríki og í Þýskalandi undanfarin ár. Sindri Sindrason leit við hjá Jóhönnu í Hveragerði en Geir hefur verið þar bæjarstjóri frá því á síðasta ári. Sindri ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er ákveðin nostalgía að vera mætt aftur í Bítið. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól. Samt var Bítið eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í sjónvarpi. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilega mannlegur þáttur. Ekkert of mikið af þungum fréttum. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Jóhanna en hún bjó erlendis í ellefu ár, þar af tvö í Austurríki og níu í Þýskalandi. „Við ætluðum ekkert að vera svona lengi en okkur leið bara alveg rosalega vel. Við erum í heildina sjö í fjölskyldunni með fimm börn. En elstu tvö börnin okkar voru ekki með okkur úti enda orðin þrítug,“ segir Jóhanna en yngri börnin voru í raun að verða meira Þjóðverjar en Íslendingar og því ákváðu þau hjónin að koma heim til að börnin gætu myndað rætur við Ísland. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól
Ísland í dag Fjölmiðlar Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira