Áskorun til kvenna og kvára í valdastöðum! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 08:31 Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Kvennaverkfall Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei. Jafnræði eða jöfnun snýst um að viðurkenna að öll erum við ólík og mikill munur getur verið á milli samfélagshópa. Við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað miklar áskoranir og hindranir fyrir sum. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjarnt tækifæri til að ná árangri í sínu lífi óháð bakgrunni eða aðstæðum. Fatlaðar konur eru útsettari fyrir mismunun, misrétti, ofbeldi og fátækt en aðrar konur. Þær þurfa oft á tíðum að reiða sig á aðstoð annarra og eiga þar af leiðandi erfiðara með að koma sér út úr ofbeldisaðstæðum. Fatlaðar konur hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og þaðan af síður til að taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa fatlaðar konur og kvárar sjaldnast lífeyrir eða laun sem tryggja þeim framfærslu sem dugar til nauðsynja daglegs lífs. Fatlaðar konur og kvárar hafa því mun færri tækifæri en önnur til að bæta kjör sín og búa oftar við fátækt og ala börn sín upp í fátækt. Konur eru konum bestar segir einhverstaðar, og ég er viss um að það er rétt. Því skora ég á konur á Alþingi að breyta stöðunni fyrir fatlaðar kynsystur sínar og kvára, því þeirra er valdið. Ég skora á þær að taka höndum saman við fatlaðar konur og kvára og breyta því að fatlaðar konur og kvárar séu dæmd til fátæktar af stjórnvöldum, að framfærsla þeirra nái ekki einu sinni lágmarkslaunum. Ég skora á konur í valdastöðum, konur í atvinnulífinu og konur í stéttarfélögum að mótmæla þeirri „normaliseringu“ að fatlaðar konur og kvárar og börn þeirra búi við fátækt sem tekur af þeim flest eða öll tækifæri til að blómstra. Ég skora á konur og kvára í valdastöðum: -að uppræta fátækt með því að taka undir kröfu fatlaðs fólks um hækkun á lífeyrir, og tryggja hækkun svo framfærsla sé mannsæmandi. -að beita sér fyrir því að fatlaðar konur og kvárar hafi jöfn tækifæri á við önnur til að mennta sig. -að bjóða fötluðum konum og kvárum störf við hæfi, á launum sem eru þau sömu og önnur hafa fyrir samskonar störf. -að bjóða fatlaðar konur og kvára velkomnar í sitt samfélag. – Konur eru hreyfiafl, konur eru kraftur ...og konur breytum leiknum! STÖNDUM SAMAN KONUR OG KVÁR Höfundur er fötluð, stolt kona.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar