Setur reglur um hverjir geta sprautað fylliefnum í varir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2023 11:46 Heilbrigðisráðherra hefur brugðist við umfjöllun um villta vestrið hvað varðar hverjir sprauta fyllefni í varir og andlit fólks hér á landi. vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur samið drög að reglugerð með það að markmiði að takmarka meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs. Í Kompás á dögunum var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Læknar segjast ítrekað og í áraraðir hafa kallað eftir reglum um efnin, án árangurs. Heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fagna umræðunni. Hann liti málið alvarlegum augum og ætlaði að setja reglur um notkun fylliefna. Nú hafa drög að reglugerð verið samin í ráðuneytinu og lögð fram til umsagnar. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga og sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir og eftir atvikum sérfræðinga innan þeirra, til að tryggja hagsmuni og öryggi sjúklinga. Í drögunum er að finna ákvæði um heimild tiltekinna heilbrigðisstétta til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs, skilyrði fyrir veitingu þjónustunnar, upplýsingaskyldu veitenda þjónustunnar, ákvæði um samþykki og afturköllun þess, ásamt ákvæði um bann við veitingu hættulegra meðferða. Þar að auki kveða reglugerðardrögin á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar, nauðsynlegar tryggingar þjónustuveitenda og viðurlög við brotum samkvæmt reglugerðardrögunum. Við gerð reglugerðardraganna var litið til löggjafar á Norðurlöndunum sem og umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu ár. Þurfa að hafa fullnægjandi menntun Í nýrri reglugerð segir að einungis læknum með sérfræðileyfi frá embætti landlæknis í húðlækningum eða lýtalækningum sé heimilt að veita meðferð til útlitsbreytingar, meðal annars í fegrunarskyni, sem felur í sér inndælingu á lyfjum eða lækningatækjum sem og innsetningu hluta undir húð. „Læknum, tannlæknum og hjúkrunarfræðingum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu á veitingu meðferða á grundvelli reglugerðar þessarar er þó heimilt að veita slíkar meðferðir á eigin ábyrgð á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu með leyfi frá landlækni. Viðkomandi skulu hafa fullnægjandi menntun í líffærafræði og líkamsbyggingu og hafa sótt sér viðbótarþjálfun sem varðar þær meðferðir sem þeir hyggjast veita. Embætti landlæknis skal hafa staðfest að skilyrði um faglegar lágmarkskröfur til reksturs slíkrar heilbrigðisþjónustu séu uppfylltar. Greina skal frá áhættunni Læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu er heimilt að veita meðferðir samkvæmt reglugerð þessari, undir eftirliti og á ábyrgð þeirra sem hafa heimild til meðferðanna samkvæmt reglugerðinni. Þá hvílir sú skylda að upplýsa skal hvern þann sem hyggst ganga undir meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs bæði munnlega og skriflega um meðferðina sem um ræðir. Þar skal greina frá eðli meðferðar og líklegri niðurstöðu með skýrum hætti, mögulegum aukaverkunum, allri áhættu sem fylgt getur meðferð, og öðru sem tilefni er til að upplýsa sjúkling um, svo sem mögulega fylgikvilla til lengri eða skemmri tíma og tíðni þeirra. Heilbrigðisstarfsmanni ber að tryggja sjúklingi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um meðferð áður en hann samþykkir meðferð. Ef heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferðir án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs verður þess áskynja að sjúklingi sé ókunnugt um einhvern þátt tengdan meðferð sem gæti skipt máli fyrir ákvörðun sjúklings ber honum að upplýsa sjúkling sérstaklega um þá þætti. Upplýst samþykki skuli liggja fyrir Meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs má aldrei veita nema með upplýstu samþykki sjúklings. Með samþykki sínu staðfestir sjúklingur einnig að hann hafi verið upplýstur um mögulega áhættu sem felst í meðferð. Sjúklingur getur afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Skal þá samstundis stöðva meðferð og ekki haldið áfram nema nýtt samþykki sé veitt. Ávallt er heimilt að neita sjúklingi um meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs. Tengd skjöl Reglugerð_um_takmarkanir_á_útlitsbreytandi_meðferðum_án_læknisfræðilegs_tilgangsDOCX46KBSækja skjal Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Í Kompás á dögunum var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Læknar segjast ítrekað og í áraraðir hafa kallað eftir reglum um efnin, án árangurs. Heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fagna umræðunni. Hann liti málið alvarlegum augum og ætlaði að setja reglur um notkun fylliefna. Nú hafa drög að reglugerð verið samin í ráðuneytinu og lögð fram til umsagnar. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga og sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir og eftir atvikum sérfræðinga innan þeirra, til að tryggja hagsmuni og öryggi sjúklinga. Í drögunum er að finna ákvæði um heimild tiltekinna heilbrigðisstétta til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs, skilyrði fyrir veitingu þjónustunnar, upplýsingaskyldu veitenda þjónustunnar, ákvæði um samþykki og afturköllun þess, ásamt ákvæði um bann við veitingu hættulegra meðferða. Þar að auki kveða reglugerðardrögin á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar, nauðsynlegar tryggingar þjónustuveitenda og viðurlög við brotum samkvæmt reglugerðardrögunum. Við gerð reglugerðardraganna var litið til löggjafar á Norðurlöndunum sem og umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu ár. Þurfa að hafa fullnægjandi menntun Í nýrri reglugerð segir að einungis læknum með sérfræðileyfi frá embætti landlæknis í húðlækningum eða lýtalækningum sé heimilt að veita meðferð til útlitsbreytingar, meðal annars í fegrunarskyni, sem felur í sér inndælingu á lyfjum eða lækningatækjum sem og innsetningu hluta undir húð. „Læknum, tannlæknum og hjúkrunarfræðingum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu á veitingu meðferða á grundvelli reglugerðar þessarar er þó heimilt að veita slíkar meðferðir á eigin ábyrgð á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu með leyfi frá landlækni. Viðkomandi skulu hafa fullnægjandi menntun í líffærafræði og líkamsbyggingu og hafa sótt sér viðbótarþjálfun sem varðar þær meðferðir sem þeir hyggjast veita. Embætti landlæknis skal hafa staðfest að skilyrði um faglegar lágmarkskröfur til reksturs slíkrar heilbrigðisþjónustu séu uppfylltar. Greina skal frá áhættunni Læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem búa yfir haldbærri þekkingu og reynslu er heimilt að veita meðferðir samkvæmt reglugerð þessari, undir eftirliti og á ábyrgð þeirra sem hafa heimild til meðferðanna samkvæmt reglugerðinni. Þá hvílir sú skylda að upplýsa skal hvern þann sem hyggst ganga undir meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs bæði munnlega og skriflega um meðferðina sem um ræðir. Þar skal greina frá eðli meðferðar og líklegri niðurstöðu með skýrum hætti, mögulegum aukaverkunum, allri áhættu sem fylgt getur meðferð, og öðru sem tilefni er til að upplýsa sjúkling um, svo sem mögulega fylgikvilla til lengri eða skemmri tíma og tíðni þeirra. Heilbrigðisstarfsmanni ber að tryggja sjúklingi nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um meðferð áður en hann samþykkir meðferð. Ef heilbrigðisstarfsmaður sem veitir meðferðir án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs verður þess áskynja að sjúklingi sé ókunnugt um einhvern þátt tengdan meðferð sem gæti skipt máli fyrir ákvörðun sjúklings ber honum að upplýsa sjúkling sérstaklega um þá þætti. Upplýst samþykki skuli liggja fyrir Meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs má aldrei veita nema með upplýstu samþykki sjúklings. Með samþykki sínu staðfestir sjúklingur einnig að hann hafi verið upplýstur um mögulega áhættu sem felst í meðferð. Sjúklingur getur afturkallað samþykki sitt hvenær sem er. Skal þá samstundis stöðva meðferð og ekki haldið áfram nema nýtt samþykki sé veitt. Ávallt er heimilt að neita sjúklingi um meðferð án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs. Tengd skjöl Reglugerð_um_takmarkanir_á_útlitsbreytandi_meðferðum_án_læknisfræðilegs_tilgangsDOCX46KBSækja skjal
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. 4. október 2023 23:30
Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30