Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 13:35 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu og segir kröfuna byggða á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Rannsókninni hefur miðað. Hún er mjög umgangsmikil, það hefur þurft að yfirheyra marga, fara yfir mikið af gögnum og bíða eftir niðurstöðum úr krufningu og lokaniðurstaða úr henni liggur ekki ennþá fyrir,“ segir Ævar. Fyrstu niðurstöður krufningar á manninum, sem var 58 ára gamall þegar hann lést 23. september, benda til að honum hafi verið ráðinn bani. Kona á 42. aldursári var handtekin á vettvangi og úrskurðuð í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Bæði glímt við fíkn lengi Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Konan var mánudaginn 25. september úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þá hafði líkið ekki verið krufið og óljóst hvað hafði átt sér stað. Í kjölfarið var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku og svo aftur í tveggja vikna varðhald sem rennur út í dag. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu og segir kröfuna byggða á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Rannsókninni hefur miðað. Hún er mjög umgangsmikil, það hefur þurft að yfirheyra marga, fara yfir mikið af gögnum og bíða eftir niðurstöðum úr krufningu og lokaniðurstaða úr henni liggur ekki ennþá fyrir,“ segir Ævar. Fyrstu niðurstöður krufningar á manninum, sem var 58 ára gamall þegar hann lést 23. september, benda til að honum hafi verið ráðinn bani. Kona á 42. aldursári var handtekin á vettvangi og úrskurðuð í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Bæði glímt við fíkn lengi Karlmaðurinn og konan eru bæði Íslendingar sem hafa átt við vímuefnavanda að stríða um langt skeið samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Konan er 41 árs og á einnig langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Konan átti smáhund sem fannst dauður á vettvangi í Bátavogi á laugardagskvöldið. Konan var mánudaginn 25. september úrskurðuð í þriggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en þá hafði líkið ekki verið krufið og óljóst hvað hafði átt sér stað. Í kjölfarið var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku og svo aftur í tveggja vikna varðhald sem rennur út í dag.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22
Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. 3. október 2023 17:17
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. 27. september 2023 14:58