Stöð 2 Sport
Tindastóll og Valur mættust í æsispennandi úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor þar sem Stólarnir höfðu að lokum betur í oddaleik á Hlíðarenda. Valsmenn fá nú tækifæri til að hefna að einhverju leyti fyrir tapið, en bein útsending hefst á slaginu klukkan 19:00.
Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Stöð 2 Sport 2
Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa taka á móti Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 18:35 áður en NBA 360 fer í loftið klukkan 23:00.
Stöð 2 Sport 4
Golfið fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 4 og klukkan 09:00 hefst bein útsending frá Aramco Team Series - Riyadh á LET-mótaröðinni. Klukkan 02:00 eftir miðnætti fylgjumst við svo með Maybank Championship á LPGA-mótaröðinni.
Vodafone Sport
Bein útsending frá fyrstu æfingu mexíkóska kappakstursins í Formúlu 1 hefst klukkan 18:25 áður en önnur æfing tekur við klukkan 21:55.
Þá fer fram fyrsti leikur World Series í MLB-deildinni í hafnarbolta á miðnætti.