FOKK! Hvað þetta eru mikilvæg skilaboð! 27. október 2023 13:31 Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar