Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 17:01 Oleg Tsarev, flúði til Donbas-svæðisins á árum áður og reyndi að sameina aðskilnaðarsinna í Lúhansk og Dónetsk. Rússar ætluðu mögulega að gera hann að forseta Úkraínu, hefði innrás þeirra í fyrra heppnast. EPA/SERGEI ILNITSKY Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18
Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15