Þrjú rauð, þrenna og mark fyrir aftan miðju er Bayern valtaði yfir Darmstadt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 15:32 Harry Kane hlóð í þrennu fyrir Bayern í dag. Markus Gilliar - GES Sportfoto/Getty Images Það er óhætt að segja að leikur Bayern München og Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni hafi boðið upp á mikla skemmtun í dag. Þýsku meistararnir skoruðu átta mörk í seinni hálfleik og unnu 8-0, en í fyrri hálfleik fóru þrjú rauð spjöld á loft. Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti