Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. október 2023 22:22 Frá aðgerðum lögreglu í dag. AP Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum. Frakkland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Konan var skotin á lestarstöðinni Bibliotheque François-Mitterrand. Að sögn sjónarvotta hafði hún „látið frá sér ógnandi, jihadísk ummæli“. Franskir miðlar hafa eftir embætti saksóknara að konan hafi hótað að sprengja sig í loft upp. Þegar lögregla kom á vettvang var konan beðin um að halda ró sinni og rétta fram hendur. „Það sem gerðist síðan var að lögreglumenn höfðu engra annarra kosta völ en að skjóta á konuna í ljósi þess hve hættulegar aðstæðurnar voru,“ sagði Oliver Veran, talsmaður yfirvalda um málið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í París var hún skotin í kviðinn og í kjölfarið flutt á sjúkrahús. Þá séu áverkar hennar lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglumanns. Konan var hvorki með skotvopn né sprengiefni á sér þegar hún var skotin. Í frétt Reuters segir að Frakkland sé nú á hæsta viðbúnaðarstigi eftir að grunnskólakennari var skotinn til bana í bænum Arras í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Að sögn lögreglu hrópaði árásarmaðurinn í þeirri árás orðin „Allahu Akbar“ meðan á henni stóð. Talsmaður lögreglunnar í París segir líklegt að konan sé sú sama og sendi frönskum öryggissveitum hryðjuverkahótun fyrir tveimur árum og að hún hafi verið vistuð á geðdeild í kjölfarið. Tvö mál tengd atvikinu eru nú í rannsókn. Annars vegar hátterni konunnar og hins vegar lögmæti vopnanotkunar lögreglunnar í aðstæðunum.
Frakkland Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira