Heita því að berjast gegn hatri og hefja rannsókn á skemmdarverkum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 08:08 Stjörnurnar hafa verið að birtast á húsum í París og víðar síðustu daga. AP/Michel Euler Yfirvöld í Frakklandi hafa hafið rannsókn á Davíðsstjörnum sem hafa verið að birtast á byggingum í París síðustu daga. Talið er að um hatursherferð gegn gyðingum sé að ræða, sem tengist átökum Ísraela og Hamas á Gasa. Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára. Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Forsætisráðherran Elisabeth Borne hefur fordæmt skemmdarverkin og sagt að seku muni fá makleg málagjöld. Stjörnurnar hafa verið málaðar á fjölda bygginga í París og í úthverfunum Vanves, Fontenay-aux-Roses og Aubervilliers. Í bænum Saint-Ouen voru einnig málaðr stjörnur og textinn „Palestína mun standa þetta af sér“. Frá 7. október, þegar Hamas-liðar gerðu árásir á samfélög Ísraelsmanna hinum megin við landamörkin frá Gasa, hafa yfirvöld skráð 857 atvik sem flokka má undir gyðingaandúð. Þetta eru álíka mörg tilvik og höfðu verið skráð allt árið. Yfirvöld hafa send skýr skilaboð um að hatur í garð gyðinga sé algjörlega óásættanlegt og verði ekki liðið. „Við munum vernda ykkur, algjörlega,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í gær. „Dag og nótt.“ Bandalag námsmanna sem aðhyllast gyðingatrú segir Davíðsstjörnurnar á byggingum borgarinnar vera tilvísun til þess hvernig gyðingar voru merktir í valdatíð nasismans í Þýskalandi. Samuel Lejoyeux, forseti bandalagsins, segir ljóst að þeir sem standa á bakvið stjörnurnar vilji vekja ótta. Borne sagði á þinginu í gær að ástandið í Mið-Austurlöndum, þá væntanlega átökin sem nú standa yfir, réttlættu ekki gyðingaandúð. Stjórnvöld myndu berjast þreytulaust gegn fordómum. Faðir Borne lifði dvöl í Auschwitz en tók eigið líf þegar hún var ellefu ára.
Trúmál Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira