Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 17:46 Rio Ferdinand að störfum á leik í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Getty Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu. Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Kviðdómur við krúnudómstólinn í Wolverhampton var einróma í afstöðu sinni gagnvart Jamie Arnold, þrjátíu og tveggja ára stuðningsmanni Wolves. Arnold var fundinn sekur um að hafa viðhaft rasískt látbragð gagnvart Ferdinand sem og ummæli af rasískum toga. Ferdinand var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport á leik Wolves og Manchester United þann 21. maí 2021. Leikurinn var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir takmarkanir vegna kórónuveirunnar. Ferdinand fagnaði þá marki United í leiknum og svaraði Arnold með því að beina rasísku látbragði í átt að Ferdinand og í kjölfarið nota orð af sama meiði. Ferdinand sjálfur hvorki heyrði né sá það sem átti sér stað en var bent á hvað hefði gerst. Fyrir rétti sagði Ferdinand að hann hefði bæði orðið hissa og komist í uppnám þegar honum var sagt frá atvikinu. „Ég vissi um leið og ég gerði þetta“ Fimm einstaklingar báru vitni fyrir réttinum og þá var einnig hægt að sjá athæfi Arnold á öryggismyndavélum á vellinum. Þar sást Arnold gera sömu hreyfingu á nýjan leik en fyrir rétti sagðist hann þá hafa verið að sýna föður sínum hvað hann hafði gert. Á myndavél lögreglumanns sem handtók Arnold mátti heyra hann segja „Ég vissi um leið og ég gerði þetta, ég var algjör...,“ en lokaorð setningarinnar eru ekki birt í frétt Skysports um málið. I ve been involved in a Court case at Wolverhampton since MAY 2021, today the guy who racially abused me has been found GUILTY & will now have to face consequences for his actions.Racism will only be eradicated when we all work together as a society!The prosecution wouldn t pic.twitter.com/mzgXrFYXYg— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 1, 2023 Ákvörðun refsingar Arnold hefur verið frestað þar til í næsta mánuði á meðan beðið er skýrslu frá skilorðsnefnd en hann á að mæta aftur fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. „Herra Arnold viðhafði viðbjóðslega rasíska tilburði gagnvart fórnarlambi sem var bara að vinna vinnuna sína. Ég vil þakka starfsmönnum vallarins sem voru fljót að bera kennsl á og fjarlægja Arnold af vellinum á leikdegi. Þá vil ég líka þakka Herra Ferdinand og vitnum sem voru fljót að stíga fram og hjálpuðu okkur að leggja fram pottþétt dómsmál.“ sagði Alistair Redford aðalsaksóknari í málinu.
Kynþáttafordómar Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira