Kólumbíska ríkisstjórnin hafði áður opinberað það í gær að hún vissi hverjir hefðu rænt föður um síðustu helgi.
Leitin hefur staðið yfir af Luis Manuel Díaz í sex daga eða síðan honum var rænt á bensínstöð í heimaborg sinni Barrancas í norðurhluta landsins.
Colombian rebels who kidnapped Liverpool footballer's dad 'will free him as soon as possible'
— Sky News (@SkyNews) November 3, 2023
Read more https://t.co/1tiuBjBAFE
Skæruliðasamtökin ELN bera ábyrgð á mannráninu og talsmaður samtakanna sagði í gær að skæruliðarnir muni seppa honum eins fljótt og auðið er.
Þeir rændu báðum foreldrunum hans en lögreglan náði móður Díaz klukkutíma síðar eftir að hún var skilin eftir í bíl þegar ræningjarnir flúðu af vettvangi.
ELN eru stærstu skæruliðasamtök Kólumbíu og þau eru eins og er í friðarviðræðum við stjórnvöld í landinu.
„Við krefjumst þess að ELN láti herra Luis Manuel Díaz strax lausan og núna bera þeir alla ábyrgð á lífi hans og friðhelgi,“ sagði Otty Patino sem fer fyrir fríðarviðræðunum fyrir hönd stjórnvalda.
Herinn og sérsveit lögreglunnar hafa leitað af Díaz í kringum landamæri Kólumbíu og Venesúela og það er líka 6,7 milljón króna fundarlaun í boði fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist.
Díaz er þekktasti knattspyrnumaður kólumbísku þjóðarinnar og þjóðhetja. Hann hefur ekki tekið þátt í tveimur síðustu leikjum Liverpool liðsins vegna málsins en liðsfélagar hans og knattspyrnustjóri hafa sýnt honum stuðning.