Ísak var í byrjunarliði Düsseldorf í kvöld og lék allan leikinn, en útlitið varð hins vegar fljótt svart fyrir heimamenn. Gestirnir náðu forystunni strax á tíundu mínútu áður en þeir bættu öðru marki við stundafjórðungi síðar.
John Iredale skoraði svo þriðja mark gestanna stuttu fyrir hálfleikshlé og staðan var því 3-1, Wehen í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Yannik Engelhardt klóraði í bakkann fyrir heimamenn stuttu fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat. Niðurstaðan því 3-1 sigur Wehen sem nú situr í sjöunda sæti þýsku B-deildinni með 18 stig eftir 12 leiki, þremur stigum á eftir Düsseldorf sem situr í öðru sæti.