Valið á Endrick minnir á vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 16:01 Ronaldo fékk ekki að spila á HM 1994 en varð samt heimsmeistari. Getty/Oliver Berg Hinn sautján ára gamli Endrick var í gær valinn í brasilíska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en fram undan eru leikir hjá Brasilíumönnum í undankeppni HM. Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a> Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a>
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti