Ráðherra bregst við holskeflu netsvikamála Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2023 13:15 Áslaug segir mikilvægt að bregðast við og auka vitund almennings. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur bætt aðgerðum við aðgerðaáætlun um netöryggi til að bregðast við auknum fjölda netsvika sem beinast að almenningi. Netöryggis- og fjarskiptamál heyra undir ráðuneyti Áslaugar Örnu og fer hún með samhæfingarhlutverk þegar kemur að þeim. Aðgerðirnar geti þó einnig heyrt undir önnur ráðuneyti eins og utanríkis- eða dómsmálaráðuneytið. Aðgerðaáætlunin er fjármögnuð að hluta og á það sem fyrir er að nýtast í innleiðingu aðgerðanna. Aðgerðaáætlunin er aðgengileg hér. „Netöryggisstefnan og aðgerðaráætlunin heyrir undir mitt ráðuneyti. Við sjáum að þegar við berum okkur saman við lönd þá stöndum við ekki nægilega vel að vígi. Það eru ekki endilega varnirnar, heldur þekking og menntun, og við höfum verið að reyna að bæta úr því. Því ofar sem við komumst á alþjóðlega mælikvarða netöryggis gætu árásirnar á okkur minnkað.“ Hún segir árásunum hafa fjölgað verulega síðustu ár og meira komast í gegn en áður. Langflest komist þó ekki í gegn. „Tíu prósent af árásunum kemst í gegn og nær til almennings. Við viljum geta náð til þessara aðgerða eða í það minnsta getað tekið þær niður með hraðari hætti. Við munum samt aldrei geta stoppað þær allar og því er gott að taka þessa umræðu.“ Hver sem er geti lent í netsvikurum Hún segir hvern sem er geta lent í netsvikurum og ítrekar mikilvægi þess að fylgjast vel með. Aðferðir séu vandaðri en áður og íslenskan miklu betri. Nýjar aðgerðir fjalla um aukna vitund almennings og betri forvarnir. „Það hefur komið holskefla yfir almenning af netsvikum. Það er kannski tíu prósent af því sem er reynt sem kemst í gegn en þá er reynt með mjög vönduðum hætti að fá aðgang að rafrænum skilríkjum, netbönkum eða öðrum auðkenningarleiðum. Og það hefur valdið fólki persónulegu og fjárhagslegu tjóni.“ Áslaug segir gott fyrir fólk að fylgjast með því hvaðan tilkynninga, póstar og símtöl berast. Svikahrappar noti ýmsar leiðir og aðferðir þeirra séu orðnar mjög vandaðar. „Við höfum séð að þessi netsvik hafa aukist til muna og þau eru vandaðri en áður, og ekki síst er íslenskan betri en nokkru sinni fyrr. Ýmsar aðferðir séu notaðar eins og ástarsvindl eða gagnagíslatökur. „Fólk er beðið um reiðufé gegn því að gögnum verði ekki lekið. Fólk er hvatt til þess að borga aldrei og tilkynna ávallt um svona árásir.“ Hún segir svikin ekki beinast að ákveðnum hópum og því þurfi allir að fylgjast betur með. Hefur þú lent í þessu? „Já heimasíðan mín hefur verið hökkuð, en ég hef ekki afhent mín rafrænu skilríki. Það geta allir lent í þessu og það er engin skömm að lenda í netsvikum. Við hvetjum fólk til að segja frá því og tilkynna um slíkt. Það er gríðarlega mikilvægt svo við getum greint þetta betur og séð hvernig þessir glæpir eru framdir. „Við þurfum að vera á varðbergi fyrir þessu. Bæði út af uppbyggingu á tækniinnviðum en líka út af eflingu íslenskunnar. Svindlið er ekki eins þekkjanlegt og áður.“ Áslaug Arna segir varnir okkar ekki endilega vandamálið, heldur skorti á þekkingu og menntun, og þær aðgerðir sem hún nú bæti við, taki á því. Mikilvægt að bregðast við Hún segir mikilvægt að bregðast við þessu svo að almenningur missi ekki tiltrú á stafrænni þjónustu. „Það er auðvitað mjög auðvelt að missa móðinn þegar þú verður fyrir svona svikum. Og við þurfum að sjá hvort við getum komið svikasíðum niður á enn skemmri tíma. Mögulega með laga- og reglugerðarbreytingum en líka með vitundarvakningu til almennings um að vera á varðbergi gagnvart því hvaðan skilaboðin koma.“ Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tölvuárásir Tengdar fréttir Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. 27. júlí 2023 15:39 Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is. 14. október 2023 15:40 Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. 6. október 2023 09:42 Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. 30. júní 2023 16:30 Vara við netsvikurum á Booking.com Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, varar við netsvikurum á Booking.com. Árásaraðilar hafi þar komist yfir aðganga gististaða og sendi pósta á fólk sem eigi bókaða gistingu á stöðunum með það að markmiði að svíkja út fé. 21. ágúst 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Netöryggis- og fjarskiptamál heyra undir ráðuneyti Áslaugar Örnu og fer hún með samhæfingarhlutverk þegar kemur að þeim. Aðgerðirnar geti þó einnig heyrt undir önnur ráðuneyti eins og utanríkis- eða dómsmálaráðuneytið. Aðgerðaáætlunin er fjármögnuð að hluta og á það sem fyrir er að nýtast í innleiðingu aðgerðanna. Aðgerðaáætlunin er aðgengileg hér. „Netöryggisstefnan og aðgerðaráætlunin heyrir undir mitt ráðuneyti. Við sjáum að þegar við berum okkur saman við lönd þá stöndum við ekki nægilega vel að vígi. Það eru ekki endilega varnirnar, heldur þekking og menntun, og við höfum verið að reyna að bæta úr því. Því ofar sem við komumst á alþjóðlega mælikvarða netöryggis gætu árásirnar á okkur minnkað.“ Hún segir árásunum hafa fjölgað verulega síðustu ár og meira komast í gegn en áður. Langflest komist þó ekki í gegn. „Tíu prósent af árásunum kemst í gegn og nær til almennings. Við viljum geta náð til þessara aðgerða eða í það minnsta getað tekið þær niður með hraðari hætti. Við munum samt aldrei geta stoppað þær allar og því er gott að taka þessa umræðu.“ Hver sem er geti lent í netsvikurum Hún segir hvern sem er geta lent í netsvikurum og ítrekar mikilvægi þess að fylgjast vel með. Aðferðir séu vandaðri en áður og íslenskan miklu betri. Nýjar aðgerðir fjalla um aukna vitund almennings og betri forvarnir. „Það hefur komið holskefla yfir almenning af netsvikum. Það er kannski tíu prósent af því sem er reynt sem kemst í gegn en þá er reynt með mjög vönduðum hætti að fá aðgang að rafrænum skilríkjum, netbönkum eða öðrum auðkenningarleiðum. Og það hefur valdið fólki persónulegu og fjárhagslegu tjóni.“ Áslaug segir gott fyrir fólk að fylgjast með því hvaðan tilkynninga, póstar og símtöl berast. Svikahrappar noti ýmsar leiðir og aðferðir þeirra séu orðnar mjög vandaðar. „Við höfum séð að þessi netsvik hafa aukist til muna og þau eru vandaðri en áður, og ekki síst er íslenskan betri en nokkru sinni fyrr. Ýmsar aðferðir séu notaðar eins og ástarsvindl eða gagnagíslatökur. „Fólk er beðið um reiðufé gegn því að gögnum verði ekki lekið. Fólk er hvatt til þess að borga aldrei og tilkynna ávallt um svona árásir.“ Hún segir svikin ekki beinast að ákveðnum hópum og því þurfi allir að fylgjast betur með. Hefur þú lent í þessu? „Já heimasíðan mín hefur verið hökkuð, en ég hef ekki afhent mín rafrænu skilríki. Það geta allir lent í þessu og það er engin skömm að lenda í netsvikum. Við hvetjum fólk til að segja frá því og tilkynna um slíkt. Það er gríðarlega mikilvægt svo við getum greint þetta betur og séð hvernig þessir glæpir eru framdir. „Við þurfum að vera á varðbergi fyrir þessu. Bæði út af uppbyggingu á tækniinnviðum en líka út af eflingu íslenskunnar. Svindlið er ekki eins þekkjanlegt og áður.“ Áslaug Arna segir varnir okkar ekki endilega vandamálið, heldur skorti á þekkingu og menntun, og þær aðgerðir sem hún nú bæti við, taki á því. Mikilvægt að bregðast við Hún segir mikilvægt að bregðast við þessu svo að almenningur missi ekki tiltrú á stafrænni þjónustu. „Það er auðvitað mjög auðvelt að missa móðinn þegar þú verður fyrir svona svikum. Og við þurfum að sjá hvort við getum komið svikasíðum niður á enn skemmri tíma. Mögulega með laga- og reglugerðarbreytingum en líka með vitundarvakningu til almennings um að vera á varðbergi gagnvart því hvaðan skilaboðin koma.“
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tölvuárásir Tengdar fréttir Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. 27. júlí 2023 15:39 Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is. 14. október 2023 15:40 Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. 6. október 2023 09:42 Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. 30. júní 2023 16:30 Vara við netsvikurum á Booking.com Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, varar við netsvikurum á Booking.com. Árásaraðilar hafi þar komist yfir aðganga gististaða og sendi pósta á fólk sem eigi bókaða gistingu á stöðunum með það að markmiði að svíkja út fé. 21. ágúst 2023 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar. 27. júlí 2023 15:39
Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is. 14. október 2023 15:40
Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. 6. október 2023 09:42
Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. 30. júní 2023 16:30
Vara við netsvikurum á Booking.com Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, varar við netsvikurum á Booking.com. Árásaraðilar hafi þar komist yfir aðganga gististaða og sendi pósta á fólk sem eigi bókaða gistingu á stöðunum með það að markmiði að svíkja út fé. 21. ágúst 2023 15:41