Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2023 12:07 Borgarstjórnarfulltrúar í Kaupmannahöfn eru margir óánægðir með ísraelskan fána í skrifstofuglugga eins fulltrúa. EPA/ Liselotte Sabroe Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR. Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
DR greinir frá því að það hafi verið forseti atvinnu- og aðlögunarnefndar borgarstjórnar, hann Jens-Kristian Lütken í Venstre-flokknum sem hengdi fánann upp í gær. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni frá borgarstjórnarfélaga sínum Kashif Ahmad úr röðum Radikal Venstre-manna. Einhliða ögrun sem gagnist engum Kashif segir gjörninginn vera ónauðsynlegan og tillitslausan. „Hægt er að túlka þetta sem einhliða og ögrun og ég trúi því ekki að það gagnist neinum,“ segir Kashif. „Þetta ýtir undir skautun á tíma þar sem hættan á skautun mikil. Þarna er verið að nota Ráðhúsið, sem er opinber bygging, til að senda einhliða pólitísk skilaboð sem ég tel hvorki æskilega né nauðsynlega,“ segir hann einnig. Kashif undirstrikar að hann finni bæði til með palestínskum og ísraelskum fórnarlömbum átakanna en að þessi gjörningur gæti sent borgarbúum misvísandi skilaboð. Aðspurður hvort það sé ekki hægt sé að sýna ísraelskum fórnarlömbum stuðning á þennan hátt án þess að það þýði að maður hafi samúð með óbreyttum palestínskum borgurum svarar Kashif því játandi. „Nei, því er ég algjörlega sammála. En vegna þess að þetta er opinber bygging er hættan á því að þessi skilaboð verði misskilin mjög mikil. Við verðum einnig að hafa í huga að það eru margir gyðingar búsettir hér sem hafa tjáð það að þeir styðji ekki aðgerðir ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Með þessum gjörningi er ekki tekið tillit til þeirra sem á báðum hliðum kalla eftir friðsamlegri sambúð ríkjanna tveggja.“ Segist mega innrétta skrifstofuna eins og honum sýnist Jens-Kristian segist ósammála félaga sínum í borgarstjórninni og segist hann mega innrétta skrifstofuna sína eins og honum sýnist. „Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig það á að teljast ögrun að maður finni þörf fyrir að sýna fórnarlömbunum virðingu og þeim sem enn er haldið fanga af Hamasliðum,“ segir hann við DR.
Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira