Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 12:30 Eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra var að taka ákvörðun um afstöðu Íslands í umtalaðri atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér mætir hann á ríkisstjórnarfund í gær á meðan hópur fólks krafðist tafarlausts vopnahlés. Vísir/Vilhelm Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal
Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira