Fölsuðu leiki til að fá aukið fjármagn frá Alþjóðasambandinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 16:00 Krikket er ekki eins vinsælt í Frakklandi og hefur verið haldið fram Franska krikketsambandið liggur undir grun að hafa falsað leikjafjölda kvennaliða sambandsins til að auka fjárveitingar Alþjóðakrikketsambandsins til sín. Leikmenn, félög og fleiri meðlimir hafa stigið fram og ásakað sambandið um ólögmæta starfshætti. Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Krikket Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Krikket Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira