Þurfti mikinn umhugsunarfrest en nú á þjálfunin huginn allan Valur Páll Eiríksson skrifar 10. nóvember 2023 09:02 Haukur Páll Sigurðsson Vísir/Dúi „Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, hafi viðrað þjálfarahugmyndina við Hauk Pál í vetur en það hafi krafist töluverðs umhugsunarfrests að ákveða hvort hann væri tilbúinn að hætta að spila. „Arnar heyrir bara í mér þegar ég er í fríi og svona ýjar þessu að mér. Svo gefur hann mér tíma til að hugsa þetta áður en ég hitti á hann og svo fæ ég ennþá meiri tíma til að pæla í þessu. Svo var niðurstaðan að ég var klár í þetta verkefni og er ótrúlega ánægður með það,“ segir Haukur Páll. En er ekki erfitt að segja skilið við leikmannaferilinn? „Jú. Þess vegna gaf hann mér þennan tíma. Hann var auðvitað sjálfur leikmaður og þetta er það sem er skemmtilegast að gera, að spila fótbolta, en ég er ótrúlega þakklátur að geta farið að starfa við þetta og innan Vals. Auðvitað var það erfitt en ég er ánægður með þessa niðurstöðu.“ Það sé því ekki erfitt að vera ekki á leið á æfingar með liðsfélögunum innan vallar í haust. „Núna er ég bara kominn hinu megin við línuna og ég er ótrúlega spenntur og tilbúinn í þetta hlutverk,“ Ekki þjálfað áður og lærdómsferli fram undan Bæði lið í Bestu deildinni og Lengjudeildinni höfðu samband við Hauk Pál varðandi það að semja við þau sem leikmaður. Hann taldi þetta hins vegar rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hef verið í fótbolta allt mitt líf og það er töluvert síðan að ég fór að hugsa um það að fara í þjálfun. Pælingin var hvort ég ætti að halda áfram að spila, ég er nú kominn á ákveðinn aldur, verð 37 ára á næsta ári og það fer að líða undir lok að spila fótbolta,“ „Ég sá fyrir mér í framtíðinni að þetta væri leið sem ég myndi fara þannig að ég var mjög ánægður þegar hann hafði samband. Það ýtti enn meira undir áhugann og þetta er niðurstaða sem ég er ánægður með,“ segir Haukur Páll sem hefur ekki starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Val og er að fara beint í sitt fyrsta starf sem þjálfari. Klippa: Tel mig geta komið með fullt að borðinu „Núna þarf maður leggja höfuðið í bleyti og drekka í sig þekkingu frá þjálfurunum hérna í Val, hvort sem er í fótbolta eða öðrum íþróttum. Ég mun fara á fullt í það núna að bæði taka þessi námskeið hjá KSÍ, afla þekkingar hjá öðrum þjálfurum en svo tel ég mig alveg geta komið með fullt að borðinu,“ segir Haukur Páll En verður það ekki áskorun fyrir Hauk að færa sig úr leikmannshlutverkinu yfir í þjálfarahlutverkið innan leikmannahóps sem hann var hluti af á nýafstaðinni leiktíð? „Örugglega verður það svolítið skrýtið til að byrja með. En ég hef svo sem engar áhyggjur af því, ég held ég verði fljótur að aðlaga mig að því. Ég mun sinna þessu starfi bara 100 prósent og það verði ekkert vandamál,“ Stoltur af sigrunum en vinskapurinn stendur upp úr Haukur Páll vill ekki formlega leggja knattspyrnuskóna á hilluna en er þó ekki samningsbundinn Val sem leikmaður og kveðst ætla að sinna þjálfuninni af fullum hug. Hann kveðst stoltur af ferlinum sem hann átti sem leikmaður. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum ferli. Það er hægt að nefna alla titlana en það líka allt fólkið sem maður kynnist í þessu – aragrúa af fólki sem maður hefur kynnst í gegnum fótboltann. Svo skemmir ekkert fyrir að undanfarin ár höfum við verið að keppa að einhverju og unnið eitthvað. Það stendur upp úr, að vinna, og það er umhverfi sem ég vil áfram vinna í, að keppa um eitthvað.“ Haukur Páll hefur verið hjá Val lengi og upplifað tímana tvenna.Mynd / valli Haukur Páll kom 23 ára gamall til Vals, árið 2010, og hefur verið leikmaður liðsins í rúm 13 ár. En sá hann fyrir sér þegar hann samdi við liðið að hann myndi endast svo lengi hjá Val? „Þegar ég hugsa til baka þá langaði mann að fara út að gera eitthvað og bjóst kannski ekki við að vera hér í svona langan tíma en ég sé alls ekki eftir því,“ segir Haukur Páll. Aðspurður um hvort önnur 13 ár á hliðarlínunni taki við segir hann: „Það er aldrei að vita,“ og hlær við. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, hafi viðrað þjálfarahugmyndina við Hauk Pál í vetur en það hafi krafist töluverðs umhugsunarfrests að ákveða hvort hann væri tilbúinn að hætta að spila. „Arnar heyrir bara í mér þegar ég er í fríi og svona ýjar þessu að mér. Svo gefur hann mér tíma til að hugsa þetta áður en ég hitti á hann og svo fæ ég ennþá meiri tíma til að pæla í þessu. Svo var niðurstaðan að ég var klár í þetta verkefni og er ótrúlega ánægður með það,“ segir Haukur Páll. En er ekki erfitt að segja skilið við leikmannaferilinn? „Jú. Þess vegna gaf hann mér þennan tíma. Hann var auðvitað sjálfur leikmaður og þetta er það sem er skemmtilegast að gera, að spila fótbolta, en ég er ótrúlega þakklátur að geta farið að starfa við þetta og innan Vals. Auðvitað var það erfitt en ég er ánægður með þessa niðurstöðu.“ Það sé því ekki erfitt að vera ekki á leið á æfingar með liðsfélögunum innan vallar í haust. „Núna er ég bara kominn hinu megin við línuna og ég er ótrúlega spenntur og tilbúinn í þetta hlutverk,“ Ekki þjálfað áður og lærdómsferli fram undan Bæði lið í Bestu deildinni og Lengjudeildinni höfðu samband við Hauk Pál varðandi það að semja við þau sem leikmaður. Hann taldi þetta hins vegar rétta tímapunktinn til að breyta til. „Ég hef verið í fótbolta allt mitt líf og það er töluvert síðan að ég fór að hugsa um það að fara í þjálfun. Pælingin var hvort ég ætti að halda áfram að spila, ég er nú kominn á ákveðinn aldur, verð 37 ára á næsta ári og það fer að líða undir lok að spila fótbolta,“ „Ég sá fyrir mér í framtíðinni að þetta væri leið sem ég myndi fara þannig að ég var mjög ánægður þegar hann hafði samband. Það ýtti enn meira undir áhugann og þetta er niðurstaða sem ég er ánægður með,“ segir Haukur Páll sem hefur ekki starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Val og er að fara beint í sitt fyrsta starf sem þjálfari. Klippa: Tel mig geta komið með fullt að borðinu „Núna þarf maður leggja höfuðið í bleyti og drekka í sig þekkingu frá þjálfurunum hérna í Val, hvort sem er í fótbolta eða öðrum íþróttum. Ég mun fara á fullt í það núna að bæði taka þessi námskeið hjá KSÍ, afla þekkingar hjá öðrum þjálfurum en svo tel ég mig alveg geta komið með fullt að borðinu,“ segir Haukur Páll En verður það ekki áskorun fyrir Hauk að færa sig úr leikmannshlutverkinu yfir í þjálfarahlutverkið innan leikmannahóps sem hann var hluti af á nýafstaðinni leiktíð? „Örugglega verður það svolítið skrýtið til að byrja með. En ég hef svo sem engar áhyggjur af því, ég held ég verði fljótur að aðlaga mig að því. Ég mun sinna þessu starfi bara 100 prósent og það verði ekkert vandamál,“ Stoltur af sigrunum en vinskapurinn stendur upp úr Haukur Páll vill ekki formlega leggja knattspyrnuskóna á hilluna en er þó ekki samningsbundinn Val sem leikmaður og kveðst ætla að sinna þjálfuninni af fullum hug. Hann kveðst stoltur af ferlinum sem hann átti sem leikmaður. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum ferli. Það er hægt að nefna alla titlana en það líka allt fólkið sem maður kynnist í þessu – aragrúa af fólki sem maður hefur kynnst í gegnum fótboltann. Svo skemmir ekkert fyrir að undanfarin ár höfum við verið að keppa að einhverju og unnið eitthvað. Það stendur upp úr, að vinna, og það er umhverfi sem ég vil áfram vinna í, að keppa um eitthvað.“ Haukur Páll hefur verið hjá Val lengi og upplifað tímana tvenna.Mynd / valli Haukur Páll kom 23 ára gamall til Vals, árið 2010, og hefur verið leikmaður liðsins í rúm 13 ár. En sá hann fyrir sér þegar hann samdi við liðið að hann myndi endast svo lengi hjá Val? „Þegar ég hugsa til baka þá langaði mann að fara út að gera eitthvað og bjóst kannski ekki við að vera hér í svona langan tíma en ég sé alls ekki eftir því,“ segir Haukur Páll. Aðspurður um hvort önnur 13 ár á hliðarlínunni taki við segir hann: „Það er aldrei að vita,“ og hlær við. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti