Dusty burstaði Þórsara í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 22:42 Toppliðin Dusty og Þór mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikurinn fram á Anubis. Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti
Dusty byrjuðu leikinn vel og sigruðu fyrstu þrjár loturnar. Þórsarar svöruðu fyrir og staðan var 4-3 eftir fyrstu sjö loturnar. Þórsarar jöfnuðu leikinn í tíundu lotu og áfram voru liðin jöfn fram að hálfleik. Eddezennn og Peter leiddu fellutöflur liðanna í hálfleik en Dusty náðu loks að brjóta sig frá Þórsurum í hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik þar sem Dusty héldu algjöra flugeldasýningu. Þór sigruðu aðeins eina lotu í vörn en sókn Dusty réði öllum ráðum í seinni hálfleiknum. Eddezennn og Pandaz voru þar fremstir í flokki en þeir höfðu 27 og 22 fellur í lok leiks. Lokatölur: 16-7 Dusty gulltryggja því toppsæti sitt að hálfu tímabili loknu en Þórsarar fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti