Sorry I don´t speak Danish! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun