Flúði með börnin í bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 22:20 Halldóra Birtu var ekki lengur sama þegar hlutir byrjuðu að hrynja úr hillum svo hún yfirgaf Grindavík eins og margir aðrir hafa gert í kvöld. Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. „Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
„Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira