Um 250 gæludýr enn í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 00:01 Sjálfboðaliðar Dýrfinnu hafa tekið saman lista með þeim gæludýrum sem urðu eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur. Dýrfinna Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. „Við byrjuðum strax í gær að fá símtöl frá eigendum um að þeir hefðu gleymt hinu og þessu þegar það var verið að rýma bæinn. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en sendum ábendingu á Neyðarlínuna og óskuðum eftir aðstoð,“ segir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Hún segir að Dýrfinna hafi í kjölfarið byrjað að búa til lista yfir þau dýr sem væru eftir á svæðinu. Samkvæmt núverandi samantekt hefur Dýrfinnu borist tilkynning um tæplega 250 dýr sem urðu eftir og þar er sauðfé ótalið. „Þetta eru 20 hross sem við höfum fengið tilkynningu um, 58 kisur, 90 bréfdúfur, 28 hænur, tvær kanínur og tveir hamstrar, þrettán páfagaukar og 40 dúfur. Svo er það allt sauðféð sem er eftir,“ segir Eygló um dýrafjöldann. Vona að landið hagi sér „Við erum núna eiginlega að vona að landið okkar hagi sér þannig það sé hægt að fara og bjarga þessum dýrum,“ segir Eygló og að þau hafi fengið að vita frá neyðarlínunni að „ef það gerist þá fái hópurinn að fara og bjarga þessum dýrum með aðstoð björgunarsveitarmanna.“ Eygló segir að sjálfboðaliðar Dýrfinnu voni það besta en séu undirbúnir fyrir það versta.Dýrfinna „Við höldum bara áfram að safna saman upplýsingum um hvar þessi dýr eru staðsett og við erum búin að búa til kort með staðsetningunum,“ segir hún um framhaldið. Á ellefta tímanum í kvöld tilkynntu almannavarnir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði ákveðið að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Var það þá ekki högg að sjá að almannavarnir ætluðu ekki að bjarga dýrunum? „Það var mikið högg að lesa þetta vitandi að dýrin eru allslaus, mörg án matar og vatns og eru í rauninni að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma erum við rosalega ánægð að það sé verið að hlusta á okkur. Að það sé ekki verið að gleyma þessum dýrum,“ segir Eygló. „Það fór aðeins í okkur að það væri talað um að Grindavík væri orðin draugabær. Það er ennþá fullt af lífi í bænum þar sem þessi dýr bíða eftir aðstoð okkar,“ segir hún. Undirbúin fyrir það versta Hver eru þá næstu skref? „Næstu skref eru að halda áfram biðja fólk um að fylla inn í listann ef það eru fleiri dýr á staðnum þannig ef það verður farið inn í bæinn fyrir gos, eftir gos eða á meðan á gosi stendur þá verði hægt að bjarga sem flestum í þessu glugga ef hann gefst. „Við erum komin með fullt af búrum, hestakerru og allt þetta þannig við erum tilbúin,“ segir Eygló um undirbúning Dýrfinnu fyrir mögulegar björgunaraðgerðir. „Við vonum það besta en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það munu ekki öll dýrin koma heil út úr þessu,“ segir hún aðspurð út í mögulegar sviðsmyndir. „Við höldum áfram að hafa hátt og að reyna að standa upp fyrir þessum dýrum. En við erum undirbúin fyrir það versta líka,“ segir hún að lokum. Dýrfinna hvetur fólk til að senda ábendingar um dýr sem eru enn í Grindavík inn í hópinn Gæludýr í Grindavík en annars er Dýrfinna með símana 842-5460 og 775-4234 sem hægt er að hafa samband við. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Hundar Kettir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. „Við byrjuðum strax í gær að fá símtöl frá eigendum um að þeir hefðu gleymt hinu og þessu þegar það var verið að rýma bæinn. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en sendum ábendingu á Neyðarlínuna og óskuðum eftir aðstoð,“ segir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Hún segir að Dýrfinna hafi í kjölfarið byrjað að búa til lista yfir þau dýr sem væru eftir á svæðinu. Samkvæmt núverandi samantekt hefur Dýrfinnu borist tilkynning um tæplega 250 dýr sem urðu eftir og þar er sauðfé ótalið. „Þetta eru 20 hross sem við höfum fengið tilkynningu um, 58 kisur, 90 bréfdúfur, 28 hænur, tvær kanínur og tveir hamstrar, þrettán páfagaukar og 40 dúfur. Svo er það allt sauðféð sem er eftir,“ segir Eygló um dýrafjöldann. Vona að landið hagi sér „Við erum núna eiginlega að vona að landið okkar hagi sér þannig það sé hægt að fara og bjarga þessum dýrum,“ segir Eygló og að þau hafi fengið að vita frá neyðarlínunni að „ef það gerist þá fái hópurinn að fara og bjarga þessum dýrum með aðstoð björgunarsveitarmanna.“ Eygló segir að sjálfboðaliðar Dýrfinnu voni það besta en séu undirbúnir fyrir það versta.Dýrfinna „Við höldum bara áfram að safna saman upplýsingum um hvar þessi dýr eru staðsett og við erum búin að búa til kort með staðsetningunum,“ segir hún um framhaldið. Á ellefta tímanum í kvöld tilkynntu almannavarnir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði ákveðið að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Var það þá ekki högg að sjá að almannavarnir ætluðu ekki að bjarga dýrunum? „Það var mikið högg að lesa þetta vitandi að dýrin eru allslaus, mörg án matar og vatns og eru í rauninni að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma erum við rosalega ánægð að það sé verið að hlusta á okkur. Að það sé ekki verið að gleyma þessum dýrum,“ segir Eygló. „Það fór aðeins í okkur að það væri talað um að Grindavík væri orðin draugabær. Það er ennþá fullt af lífi í bænum þar sem þessi dýr bíða eftir aðstoð okkar,“ segir hún. Undirbúin fyrir það versta Hver eru þá næstu skref? „Næstu skref eru að halda áfram biðja fólk um að fylla inn í listann ef það eru fleiri dýr á staðnum þannig ef það verður farið inn í bæinn fyrir gos, eftir gos eða á meðan á gosi stendur þá verði hægt að bjarga sem flestum í þessu glugga ef hann gefst. „Við erum komin með fullt af búrum, hestakerru og allt þetta þannig við erum tilbúin,“ segir Eygló um undirbúning Dýrfinnu fyrir mögulegar björgunaraðgerðir. „Við vonum það besta en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það munu ekki öll dýrin koma heil út úr þessu,“ segir hún aðspurð út í mögulegar sviðsmyndir. „Við höldum áfram að hafa hátt og að reyna að standa upp fyrir þessum dýrum. En við erum undirbúin fyrir það versta líka,“ segir hún að lokum. Dýrfinna hvetur fólk til að senda ábendingar um dýr sem eru enn í Grindavík inn í hópinn Gæludýr í Grindavík en annars er Dýrfinna með símana 842-5460 og 775-4234 sem hægt er að hafa samband við.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Hundar Kettir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira