Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 22:02 Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts og Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, biðu við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í allan dag. Þær vilja bjarga dýrunum sem urðu eftir í Grindavík. Stöð 2/Einar Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum. Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Fréttastofa ræddi við fulltrúa Dýrfinnu og Kattholts sem vildu fá að komast inn í Grindavík til að vitja gæludýra sem að þar eru eftir. Viðtalið hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér fyrir neðan. Hver er staðan? „Þetta er búið að vera hræðilega erfitt. Við erum búin að reyna að senda ótal email, búin að gefa upp númerin okkar til margra, við fáum aldrei símhringingu, vitum ekkert hvað er í gangi og það er engin að tala við okkur,“ sagði Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. Eruð þið með tölu á því hvað það eru mörg dýr í bænum á þessari stundu? „Sirka 59 kettir sem á eftir að bjarga úr húsnæðum, það eru kanínur, hamstrar, páfagaukar og dúfur. En mér skilst að það sé búið að bjarga öllum hestum og einhverjum kindum sem er frábært,“ sagði Jóhanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts. Hver er ykkar krafa? „Við viljum bara fá samtalið. Bið viljum fá að vita hvað er í gangi og af hverju við fáum á og af og á og af. En helst þetta: hringið í okkur og talið við okkur. Af því við erum með mikla aðgerð tilbúna og við erum engir viðvaningar,“ sagði Anna Margrét. Með kort af öllum heimilum og lykla að húsum Dýrfinna og Kattholt hafa skipulagt umfangsmikla aðgerð þar sem búið að kortleggja staðsetningar dýra, fá lykla frá eigendum og leyfi til að sækja dýrin. Samt fengu samtökin ekki að fara inn í bæinn í dag. Þið eruð alveg dekkaðar. Með fullt af búnaði og búrum. Ætlið þið að vera hérna, eruð þið tilbúnar að leggja af stað ef þið fáið go? „Líklegast ekki upp úr þessu fyrst björgunarsveitin er farin af því við förum ekki inn án þeirra. En við verðum með alla bíla tilbúna þótt það verði hringt í okkur í nótt,“ sagði Anna Margrét. Ætlar þú að koma hérna á morgun? „Já, við erum náttúrulega það skipulagðar að við erum með kort af öllum heimilum þar sem gæludýr eru, við erum komin með lykla frá eigendum og leyfi frá eigendum til að fara inn í húsin. Þannig við erum bara að bíða eftir leyfi og höfum beðið eftir leyfi í allan dag,“ sagði Jóhanna um skipulagið. „Þetta brýtur í manni hjartað að maður standi hérna aðgerðalaus og sé endalaust að biðja um leyfi, tala við almannavarnir sem benda á lögreglu, lögregla bendir á almannavarnir og maður fær ekki nein svör og kettirnir bíða,“ sagði hún einnig. „Þula, Yrja og Þengill bíða á Staðarvör 1 eftir að við opnum húsið, hleypum þeim út og komum þeim í skjól,“ sagði Jóhanna að lokum.
Dýr Kettir Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira