Townsend spilar nú með nýliðum Luton Town en hann kom til liðsins í október og gerði þá stuttan samning.
Townsend missti af síðustu tveimur tímabilum vegna alvarlegra hnémeiðsla en hann er nú orðinn 32 ára gamall.
„Þetta er bara þriggja mánaða samningur. Luton þurfti á mér að halda strax og ég vildi komast í leikform,“ sagði Andros Townsend við BBC Radio 5 Live.
"Some have got long nails"
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) November 13, 2023
"Are they chewy or crunchy?" - @markchapman
@andros_townsend eats chicken feet every night for tea
: https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/8biKpZpSxN
Hann var einnig spurður út í matarvenjur sínar.
„Ein af bestu náttúrulegu uppsprettum kollagens er í kjúklingafótum. Það er því einfaldara fyrir mig að borða það frekar en einhverjar bætiefnatöflur,“ sagði Townsend.
„Kjúklingafæturnir bragðast alveg eins og kjúklingavængir. Það er ekki mikið kjöt og það er mikið af brjóski nálægt beininu. Þetta er gott. Fólk borðar þetta dags daglega í Kína, Suður-Afríku og Portúgal,“ sagði Townsend.
„Ég set þær í tuttugu mínútur inn í ofninn og þá eru þær tilbúnar. Það eina sem ég veit er að ég er 32 ára gamall og hef verið frá í tvö ár en nú líður mér frábærlega,“ sagði Townsend. Hann er á því að þetta muni hjálpa honum að lengja feril sinn.
„Þegar ég var upp á mitt besta 27 eða 27 ára gamall þá var ég lengur að jafna mig eftir leiki. Ég átti kannski erfitt út næstu vikuna á eftir. Núna er ég miklu ferskari og tilbúinn starx á mánudegi,“ sagði Townsend.
Luton forward Andros Townsend: "Every night for dinner, I eat chicken feet. Steamed chicken feet."
— EuroFoot (@eurofootcom) November 10, 2023
"The collagen in the chicken feet, there's cartilage, there's so much goodness."
"They even put it into performance pills and shots now. I order chicken feet in massive pic.twitter.com/BerLMZOEGI