Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2023 19:19 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Freysteinn Sigmundsson, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, fjölluðu um náttúruhamfarirnar í Grindavík. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga: Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga:
Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira