Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 10:34 „Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað,“ segir í ályktuninni um kennara og skólastjórnendur. Vísir/Vilhelm Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. „Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“ Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
„Íslensk náttúra getur verið óútreiknanleg og snúið öllu á hvolf. Það verðum við áþreifanlega vör við þessa dagana þegar jarðskjálftar og möguleiki á eldgosi hefur orðið til þess að bæjarfélagið Grindavík hefur með nær engum fyrirvara verið rýmt. Í slíkum aðstæðum skiptir öllu máli að stjórnvöld og íslenskt samfélag taki þétt utan um þau sem fyrir áfallinu hafa orðið og komi til móts við aðstæður þeirra og raunveruleika,“ segir í ályktuninni. Þá segir að einn angi umræðunnar um viðbrögð snúi að skólastarfi fyrir börnin þar sem leik-, grunn- og tónlistarskólar þeirrar séu ekki starfandi. Þörf barnanna fyrir rútínu, samveru og nám sé mikilvæg og að vinna úr þeim áföllum sem þau hafi orðið fyrir. „Sama áfalli hafa kennarar og stjórnendur skólanna í Grindavík orðið fyrir. Þau, eins og aðrir, eru enn í miðjum atburði og búa við óvissu um stærstu sem smæstu atriði daglegs lífs. Við bætist álagið við að reyna að nálgast það sem þeim er leyft að sækja, lítill svefn og ekki má gleyma að þau eiga líka börn, foreldra, ættingja og vini sem þarf að halda utan um á þessum óvissutímum,“ segir enn fremur. „Það er lykilatriði að þeim, eins og öðrum í grindvísku samfélagi, verði gefinn tími og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr áfallinu og þau fái næði til að ná áttum áður en horft er til þess að snúa aftur til starfa. Þau verða að fá að vera íbúar í áfalli, vera með sínum nánustu og leyfa sér að reiðast, gráta og tala um reynslu sína hvert við annað.“ Horfa verði til skólastarfs þannig að nærgætni fyrir aðstæðum sé höfð í hávegi og kennarar og stjórnendur fái faglega aðstoð til að vinna úr sínum áföllum og svigrúm til að koma festu á líf sitt áður en kemur að því að snúa aftur til starfa. „Um þau, eins og aðra Grindvíkinga, þarf að byggja varnargarð umhyggju, alúðar og virðingu fyrir þeirri óvissu sem ríkir um framtíð heimkynna þeirra.“
Grindavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira