Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:31 Frá vinstri; Herve Debono, Jón Gunnar Þórðarson, Hilmar Þór Birgisson og Guðmundur Auðunson Silla Páls Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess. Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess.
Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent