Kristian Nökkvi hefur unnið sig inn í aðallið Ajax á þessu tímabili og fær nú risastórt tækifæri með íslenska landsliðinu. Åge Hareide hefur trú á honum og hendir honum beint í djúpu laugina í fyrsta leik.
Íslenska liðið er án Gylfa Þórs Sigurðssonar og Hákons Arnars Haraldssonar sem eru báðir meiddir. Gylfi dró sig út í hópnum og Hákon hefur ekkert getað æft með liðinu.
Annars eru fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í 4-0 sigrinum á Liechtenstein.
Gylfi, Hákon, Jón Dagur Þorsteinsson og Alfreð Finnbogason detta út úr liðinu en í stað þeirra koma inn Kristian Nökkvi, Jóhann Berg Guðmundsson (fyrirliði), Arnór Sigurðsson og Orri Steinn Óskarsson.
Byrjunarliðið gegn Slóvakíu!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2023
Leikurinn er í beinni útsendingu, og opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport.
Our starting lineup for the match against Slovakia in the Euro 2024 qualifying.#fyririsland pic.twitter.com/BSssuMu5Xr