Næst á eftir Icelandair var Kaldalón sem hækkaði um 6,2 prósent á fyrsta viðskiptadegi sínum á aðalmarkaði og svo kom Íslandsbanki með slétt sex prósent. Þau tvö sem hækkuðu ekki voru VÍS og Amaroq sem komu út á núlli eftir daginn.
Flugfélögin hækkuðu bæði talsvert og hlutabréf PLAY hækkuðu um rúm átta prósent í verði í dag á First North markaðinum.
Hlutabréf Kviku og Reitis hækkuðu einnig um rúm þrjú prósent í dag og Marel var með stærstu veltuna gengi félagsins fór upp um fjögur prósent í 1,6 milljarða króna veltu.