Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 07:30 Leitað að líkamsleifum í húsarústum í Bureij-flóttamannabúðunum á Gasa. AP/Adel Hana Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. Mawasi er um það bil fjórtán ferkílómetrar að stærð og stofnanir segja meðal annars að það sé of áhættusamt að safna svo miklum fjölda saman á svo litlu svæði. Stofnanirnar ítreka áköll sín eftir vopnahléi og neyðaraðstoð á svæðinu. Ísraelsher dreifði einblöðungum yfir suðurhluta Gasa í gær þar sem fólk var hvatt til að halda til Mawasi, í „öruggt skjól“. Flestir íbúar Gasa halda nú til í suðurhlutanum, eftir að einblöðungum var dreift í norðurhlutanum og fólk hvatt til að halda suður vegna herðnaðaraðgerða norðanmegin. Ef aukinn þungi færist í árásir Ísraelsmanna á suðurhlutann er óvíst hvað á að verða um fólk þar sem Egyptar hafa neitað að opna landamærin fyrir Palestínumenn á flótta. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði raunar í gær að leggja þyrfti áherslu á að opna heilbrigðismiðstöðvar innan Gasa til að aðstoða sjúka og særða. Á sama tíma hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varað við því að hungursneyð standi fyrir dyrum á Gasa, þar sem nærri allir íbúar á svæðinu séu án mataraðstoðar. Vatn og matur sé af skornum skammti og íbúar standi frammi fyrir því að svelta. Ísraelsher réðist inn í Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum í nótt og þá eru þrír Palestínumenn sagðir hafa látist í loftárásum á búðirnar í gær. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Mawasi er um það bil fjórtán ferkílómetrar að stærð og stofnanir segja meðal annars að það sé of áhættusamt að safna svo miklum fjölda saman á svo litlu svæði. Stofnanirnar ítreka áköll sín eftir vopnahléi og neyðaraðstoð á svæðinu. Ísraelsher dreifði einblöðungum yfir suðurhluta Gasa í gær þar sem fólk var hvatt til að halda til Mawasi, í „öruggt skjól“. Flestir íbúar Gasa halda nú til í suðurhlutanum, eftir að einblöðungum var dreift í norðurhlutanum og fólk hvatt til að halda suður vegna herðnaðaraðgerða norðanmegin. Ef aukinn þungi færist í árásir Ísraelsmanna á suðurhlutann er óvíst hvað á að verða um fólk þar sem Egyptar hafa neitað að opna landamærin fyrir Palestínumenn á flótta. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði raunar í gær að leggja þyrfti áherslu á að opna heilbrigðismiðstöðvar innan Gasa til að aðstoða sjúka og særða. Á sama tíma hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varað við því að hungursneyð standi fyrir dyrum á Gasa, þar sem nærri allir íbúar á svæðinu séu án mataraðstoðar. Vatn og matur sé af skornum skammti og íbúar standi frammi fyrir því að svelta. Ísraelsher réðist inn í Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum í nótt og þá eru þrír Palestínumenn sagðir hafa látist í loftárásum á búðirnar í gær.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira