Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2023 12:16 Maðurinn fannst látinn í félagslegri íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. Þetta segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Landsréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konunni í gær og það hafi verið á grundvelli almannahagsmuna vegna alvarleika þess brots sem konan er grunuð um. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Smáhundur fannst dauður í frysti Eiríkur segir að lögregla telji sig komna með nokkuð skýra mynd á atburði í Bátavogi þann 23. september. Þó sé ýmissa rannsóknargagna enn beðið, þar sé niðurstaða krufningar hins látna veigamest. Sterkur grunur sé uppi um að manninum hafi verið ráðinn bani en ekkert sé hægt að gefa upp um hvers konar áverka var á honum að finna. Þá segir hann að hluti rannsóknarinnar sé krufning smáhunds, sem fannst dauður í frysti á vettvangi. Greint hefur verið frá því að hundurinn hafi verið í eigu konunnar sem grunuð er um manndráp. Eiríkur segir að ekki sé grunur um að hundinum hafi verið ráðinn bani. Fíknivandi og sakarferill Konan er 41 árs og á langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Karlmaðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35 Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Landsréttur hafi staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konunni í gær og það hafi verið á grundvelli almannahagsmuna vegna alvarleika þess brots sem konan er grunuð um. Það var mánudagsmorguninn 25. september sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu. Kona um fertugt hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna eftir að hafa verið handtekin í íbúð í austurborginni á laugardagskvöld. Tilkynning hafði borist lögreglu sama kvöld og þegar lögregluþjónar mættu á staðinn hófu þeir þegar endurlífgunartilraunir. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en úrskurðaður látinn við komuna. Smáhundur fannst dauður í frysti Eiríkur segir að lögregla telji sig komna með nokkuð skýra mynd á atburði í Bátavogi þann 23. september. Þó sé ýmissa rannsóknargagna enn beðið, þar sé niðurstaða krufningar hins látna veigamest. Sterkur grunur sé uppi um að manninum hafi verið ráðinn bani en ekkert sé hægt að gefa upp um hvers konar áverka var á honum að finna. Þá segir hann að hluti rannsóknarinnar sé krufning smáhunds, sem fannst dauður í frysti á vettvangi. Greint hefur verið frá því að hundurinn hafi verið í eigu konunnar sem grunuð er um manndráp. Eiríkur segir að ekki sé grunur um að hundinum hafi verið ráðinn bani. Fíknivandi og sakarferill Konan er 41 árs og á langan brotaferil að baki fyrir meðal annars fíkniefnabrot og þjófnað. Þá hefur hún sýnt lögreglu töluverðan mótþróa undanfarin ár eins og má sjá í færslum hennar á samfélagsmiðlum. Karlmaðurinn var 58 ára tveggja barna faðir sem hafði tjáð sig opinberlega um áfengisvanda sinn og lífið á götunni. Hann hlaut árið 2021 dóm fyrir þjófnað, áfengislagabrot, ölvunarakstur og vörslu fíkniefna.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35 Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25. október 2023 15:32
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25. október 2023 13:35
Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. 4. október 2023 13:22