Hildur kom heimakonum yfir eftir hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.
Feli Delacauw tvöfaldaði svo forystu liðsins snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Maríu Ólafsdóttur Gros áður en þær Tessa Wullaert og Jarne Teulings bættu sínu markinu hvor við og þar við sat.
Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Fortuna Sittard sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Twente, sem þó á tvo leiki til góða.