Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 22:41 Verk Juliu stendur við Vegamótastíg. Aðsent Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu. Julia lauk við gerð verksins, sem nú prýðir vegginn við hegningarhúsið á Vegamótastíg á föstudag. Í samvinnu við Félagið Ísland-Palestínu varð til vegglistaverk af palestínskri móður að halda á barni sínu, palestínska fánanum og skilaboðunum „Frjáls Palestína, vopnahlé strax“. Gerð verksins hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Eftir fyrsta daginn var komið fullt af pósterum með einhverju tengdu Ísrael og zionisma,“ segir Julia í samtali við Vísi. Hún hafi ekki látið það á sig fá og kláraði verkið. „En það tók ekki nema fimm eða sex klukkutíma fyrr en einhver var búinn að spreyja yfir,“ segir Julia. „Death cult og Free the hostages.“ Verk Juliu í heild sinni.Aðsend Juliu segist hafa sárnað við því sem við blasti á veggnum. „Það er ógeðslega sárt að sjá að fólk er ekki að sjá þetta fyrir hvað þetta er. Allt það sem er að gerast í Palestínu er bara hörmulegt. Allir þessir krakkar, allar þessar konur og allir þessir menn. Og að taka það út á vegg sem er málaður sem stuðningur við þetta fólk finnst mér ekki í lagi. Þess vegna held ég áfram að mála.“ Kölluð illum nöfnum Þá segist Julia hafa orðið fyrir hótunum þegar hún fór og lagaði verkið í dag eftir að spreyjað hefði verið yfir það. „Það var ein kona sem sagði við mig: ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það,“ segir Julia. þegar Julia hafði ætlað inn í hús hinu megin við götuna hafi konan elt hana. „Hún var að tala um að þetta væri allt saman propaganda og að enginn börn hafi verið myrt,“ segir Julia. Julia segir ólíklegt að verkið fái að vera í friði. Hún ætli samt að halda ótrauð áfram að laga það þegar þörf krefur. Aðsend Seinna í dag þegar Julia var að laga listaverkið komu til hennar hjón frá Ísrael sem sögðu verkið móðgandi og hótuðu að hringja á lögregluna. Í upptöku af atburðinum sem Vísir hefur undir höndum lætur karlmaður illum látum og hrópar í átt að henni að hún sé aumingi. „Mér fannst þetta svo óþægilegt,“ segir Julia. „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta er. Þau voru að tala um hvað þetta væri sárt fyrir hana að sjá þennan vegg því hún er frá Ísrael. Ég segi, I understand your pain, en það er mikilvægt að muna eftir því að þegar maður er að tala fyrir hönd Palestínu þá þýðir það ekki að maður sé að styðja Hamas eða á móti Ísraelsbúum.“ Julia segist sannfærð um að atvik eins og þau sem hafa orðið síðan vegglistaverkið var málað. Fullt af fólki sé tilbúið að koma inn og laga verði aftur tekið upp á því að spreyja yfir verkið. „En næst ætla ég ekki að vera ein að mála, það er óþægilegt að vera þarna ein þegar maður er að öskra að manni,“ segir Julia. „Vopnahlé strax.“Aðsend Verk Juliu hefur þó líka vakið jákvæða athygli en hún hjó eftir því í dag að fólk hefði komið fyrir kertum og böngsum við vegginn. „Þetta var einmitt hugsað sem smá minningarveggur líka. Til þess að hafa fókusinn á hvað þetta er mikil hörmung.“ Málaði Justynu um daginn Verk Juliu á veggnum er ekki fyrsta útilistaverk hennar en Julia er listakonan bak við herferðina Þitt nafn bjargar lífi, sem er á vegum Amnesty. Myndin er af Justynu Wydrzyńskasem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu. „Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafnframt í sér mikilvæg skilaboð,“ sagði Julia um verkefnið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Julia lauk við gerð verksins, sem nú prýðir vegginn við hegningarhúsið á Vegamótastíg á föstudag. Í samvinnu við Félagið Ísland-Palestínu varð til vegglistaverk af palestínskri móður að halda á barni sínu, palestínska fánanum og skilaboðunum „Frjáls Palestína, vopnahlé strax“. Gerð verksins hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Eftir fyrsta daginn var komið fullt af pósterum með einhverju tengdu Ísrael og zionisma,“ segir Julia í samtali við Vísi. Hún hafi ekki látið það á sig fá og kláraði verkið. „En það tók ekki nema fimm eða sex klukkutíma fyrr en einhver var búinn að spreyja yfir,“ segir Julia. „Death cult og Free the hostages.“ Verk Juliu í heild sinni.Aðsend Juliu segist hafa sárnað við því sem við blasti á veggnum. „Það er ógeðslega sárt að sjá að fólk er ekki að sjá þetta fyrir hvað þetta er. Allt það sem er að gerast í Palestínu er bara hörmulegt. Allir þessir krakkar, allar þessar konur og allir þessir menn. Og að taka það út á vegg sem er málaður sem stuðningur við þetta fólk finnst mér ekki í lagi. Þess vegna held ég áfram að mála.“ Kölluð illum nöfnum Þá segist Julia hafa orðið fyrir hótunum þegar hún fór og lagaði verkið í dag eftir að spreyjað hefði verið yfir það. „Það var ein kona sem sagði við mig: ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það,“ segir Julia. þegar Julia hafði ætlað inn í hús hinu megin við götuna hafi konan elt hana. „Hún var að tala um að þetta væri allt saman propaganda og að enginn börn hafi verið myrt,“ segir Julia. Julia segir ólíklegt að verkið fái að vera í friði. Hún ætli samt að halda ótrauð áfram að laga það þegar þörf krefur. Aðsend Seinna í dag þegar Julia var að laga listaverkið komu til hennar hjón frá Ísrael sem sögðu verkið móðgandi og hótuðu að hringja á lögregluna. Í upptöku af atburðinum sem Vísir hefur undir höndum lætur karlmaður illum látum og hrópar í átt að henni að hún sé aumingi. „Mér fannst þetta svo óþægilegt,“ segir Julia. „Ég veit ekkert hvaða fólk þetta er. Þau voru að tala um hvað þetta væri sárt fyrir hana að sjá þennan vegg því hún er frá Ísrael. Ég segi, I understand your pain, en það er mikilvægt að muna eftir því að þegar maður er að tala fyrir hönd Palestínu þá þýðir það ekki að maður sé að styðja Hamas eða á móti Ísraelsbúum.“ Julia segist sannfærð um að atvik eins og þau sem hafa orðið síðan vegglistaverkið var málað. Fullt af fólki sé tilbúið að koma inn og laga verði aftur tekið upp á því að spreyja yfir verkið. „En næst ætla ég ekki að vera ein að mála, það er óþægilegt að vera þarna ein þegar maður er að öskra að manni,“ segir Julia. „Vopnahlé strax.“Aðsend Verk Juliu hefur þó líka vakið jákvæða athygli en hún hjó eftir því í dag að fólk hefði komið fyrir kertum og böngsum við vegginn. „Þetta var einmitt hugsað sem smá minningarveggur líka. Til þess að hafa fókusinn á hvað þetta er mikil hörmung.“ Málaði Justynu um daginn Verk Juliu á veggnum er ekki fyrsta útilistaverk hennar en Julia er listakonan bak við herferðina Þitt nafn bjargar lífi, sem er á vegum Amnesty. Myndin er af Justynu Wydrzyńskasem berst fyrir réttinum til öruggs þungunarrofs í heimalandi sínu. „Mál Justynu hafði mikil áhrif á mig og mig langar að vinna meira með list sem felur jafnframt í sér mikilvæg skilaboð,“ sagði Julia um verkefnið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira