Áfall fyrir ungu stjörnuna hjá Barcelona og spænska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 06:34 Gavi Paez heldur sárþjáður um hnéð eftir að hafa meiðst á móti Georgíumönnum í gær. AP/Manu Fernandez Spænski landsliðsmaðurinn Gavi sleit krossband í leik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í gær. Spánverjar unnu leikinn 3-1 en þeir voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir meira en mánuði síðan. Hinn nítján ára gamli miðjumaður verður því lengi frá en hann spilar ekki meira á þessu tímabili og missir væntanlega af Evrópumótinu næsta sumar. Hann hefði líka getað spilað með Spánverjum á Ólympíuleikunum í París en getur því miður einnig afskrifað það. Ferran Torres held up Gavi's shirt after giving Spain the lead against Georgia in honor of his teammate who was injured in the first half pic.twitter.com/ZyPDLe4XV2— ESPN FC (@ESPNFC) November 19, 2023 Spænska knattspyrnusambandið staðfesti meiðslin við spænska fjölmiðla en Gavi á þó eftir að fara í frekari skoðun hjá Barcelona. Gavi var annar af tveimur leikmönnum spænska liðsins sem hélt sæti sínu milli leikja en landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente gerði níu breytingar á byrjunarliðinu sem vann Kýpur á föstudaginn var. Gavi meiddist um miðjan fyrri hálfleik eftir samstuð við Georgíumanninn Luka Lochoshvili. Hann gat haltrað af velli en það var augljóst á svipbrigðunum hjá honum að þetta voru alvarleg hnémeiðsli sem svo kom á daginn. Spænsku leikmennirnir virtust líka strax gera sér grein fyrir alvarleika meiðslanna en liðsfélagi Gavi hjá Barcelona, Ferran Torres, fagnaði marki sínu sem kom Spáni í 2-1, með því að halda uppi treyju Gavi. Both Diario AS and Marca have dedicated today's banner headline to the injured Gavi. pic.twitter.com/vUHGVRygjC— Madrid Universal (@MadridUniversal) November 20, 2023 Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Spánverjar unnu leikinn 3-1 en þeir voru búnir að tryggja sér sæti á EM fyrir meira en mánuði síðan. Hinn nítján ára gamli miðjumaður verður því lengi frá en hann spilar ekki meira á þessu tímabili og missir væntanlega af Evrópumótinu næsta sumar. Hann hefði líka getað spilað með Spánverjum á Ólympíuleikunum í París en getur því miður einnig afskrifað það. Ferran Torres held up Gavi's shirt after giving Spain the lead against Georgia in honor of his teammate who was injured in the first half pic.twitter.com/ZyPDLe4XV2— ESPN FC (@ESPNFC) November 19, 2023 Spænska knattspyrnusambandið staðfesti meiðslin við spænska fjölmiðla en Gavi á þó eftir að fara í frekari skoðun hjá Barcelona. Gavi var annar af tveimur leikmönnum spænska liðsins sem hélt sæti sínu milli leikja en landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente gerði níu breytingar á byrjunarliðinu sem vann Kýpur á föstudaginn var. Gavi meiddist um miðjan fyrri hálfleik eftir samstuð við Georgíumanninn Luka Lochoshvili. Hann gat haltrað af velli en það var augljóst á svipbrigðunum hjá honum að þetta voru alvarleg hnémeiðsli sem svo kom á daginn. Spænsku leikmennirnir virtust líka strax gera sér grein fyrir alvarleika meiðslanna en liðsfélagi Gavi hjá Barcelona, Ferran Torres, fagnaði marki sínu sem kom Spáni í 2-1, með því að halda uppi treyju Gavi. Both Diario AS and Marca have dedicated today's banner headline to the injured Gavi. pic.twitter.com/vUHGVRygjC— Madrid Universal (@MadridUniversal) November 20, 2023
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira