Verndun og eyðilegging þjóðsagnastaða Jón Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Stjórnsýsla Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun