Taka fram að hægt sé að nota eldri treyjur í ljósi Facebook-umræðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 15:20 Úr leik karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni í sumar. Leikmennirnir sjást þarna í Puma-treyjum sem bráðum verða ekki þær nýjustu af nálinni. Vísir/Anton Brink Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu vegna nýrra keppnisbúninga hjá knattspyrnudeild félagsins. Þar er tekið fram að þeir sem hafi nýlega keypt gamla búninga muni mega að nota þá áfram þegar þeir nýju komi í febrúar á þessu ári. Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Í Facebook-hóp ætluðum íbúum Garðabæjar hefur þetta verið til umræðu síðan í gærkvöldi. Færsla Hildar Steinþórsdóttur, móður iðkenda Stjörnunnar, sem birtist þar hefur vakið upp mikið umtal, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í áttatíu manns lagt orð í belg, og rétt tæplega fimmhundruð manns brugðist við færslunni. Gagnrýnt er að fólks sé hvatt til að kaupa nýja búninga á börnin, þegar að tiltölulega stutt er síðan það keypti núverandi búninga. Bæði sé kostnaðurinn mikill og börnunum gefið það fordæmi að nýtt sé best. „En bíddu við erum ný búin að kaupa nýja búninginn og tókum meira að segja stærðina fyrir ofan svo hægt væri að nýta sem lengst. Svo var ákveðið að skrifa „Ómarsson“ aftaná búninginn en ekki nafnið svo að litli bróðir gæti notað í framhaldinu.“ Tugir þúsunda í nýjan búning „Við getum rætt hvað er rétt og rangt í þessu en þarna eru börn sem læra það sem fyrir þeim er haft. Efnishyggja og það sem er nýtt er betra, jafnvel þó hitt virki alveg jafn vel,“ segir í færslunni. Þar er bent á að keppnisbúningurinn kosti rúmlega fimmtánþúsund. Og ef síðbuxur og peysa bætast við þá eykst kostnaðurinn um tæplega nítján þúsund. Flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið á Facebook virðast styðja við innleggið. Innlegg Hildar á Facebook.Skjáskot/Facebook Munu „að sjálfsögðu“ geta nýtt gamlan varning áfram „Vegna umræðu um keppnisbúninga knattspyrnudeildar vill UMF Stjarnan koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar um málið. „Árið 2022 skrifuðu Stjarnan og Margt Smátt undir samning til 4 ára um notkun íþróttafatnaðar frá Puma fyrir iðkendur, keppnisfólk & starfsmenn Stjörnunnar. Í samningnum, líkt og fyrri samningum sem félagið hefur gert við íþróttavöruframleiðanda hefur verið tekið fram að líftími keppnisbúninga félagsins sé tvö ár og að þeim tíma loknum þá komi nýr keppnisbúningur.“ Stjörnukonur urðu meistarar meistaranna í Puma-treyjum í apríl á þessu ári.Vísir/Hulda Margrét Þá er bent á að nú sé tveimur keppnistímabilum í Puma lokið og að nú taki nýr búningur við fyrir næstu tvö. Þá er því haldið fram að búningurinn hafi verið gerður eins líkur fyrri búningi og mögulegt hafi verið. „Við val á nýjum keppnistreyjum var lagt allt kapp á það í samstarfi við Margt Smátt að hafa þær eins líkar og fyrri treyjur svo hægt væri að nýta eldri búninga áfram. Stuttbuxur og sokkar við nýjan búning verða þær sömu og áður. Iðkendur sem hafa nýlega endurnýjað keppnisbúning og annan varning frá Puma munu að sjálfsögðu geta nýtt hann áfram.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íþróttir barna Tíska og hönnun Börn og uppeldi Fótbolti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira