Justin Jefferson: Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðið ykkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 16:30 Justin Jefferson er ekki að flýta sér til baka en Minnesota Vikings hefur spilað án hans í margar vikur. Getty/Jared C. Tilton Justin Jefferson er einn besti útherji í NFL-deildinni og ekki aðeins lykilmaður i liði Minnesota Vikings heldur einnig í mörgum fantasy liðum. Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár. NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Sjá meira
Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár.
NFL Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Sjá meira