Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:29 Húseigendafélaginu berst kvörtun um það bil einu sinni í mánuði vegna stöðugra reykinga í fjölbýli sem mikið ónæði hlýst af. Getty Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“ Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“
Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30