Tilboðið í Marel í lægri kantinum Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 11:57 Snorri Jakobsson (t.v.) segir tilboð JBT í Marel vera í lægri kantinum. Til hægri er Árni Sigurðsson, starfandi forstjóri Marel. Vísir/Egill/Marel Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. Í morgun var greint frá því að bandaríska fyrirtækið JBT hafi lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt yfirtökutilboð í íslenska tæknifyrirtækið Marel. Lokuðu fyrir viðskipti Marel rauk upp um þrjátíu prósent, bæði í íslensku og hollensku kauphöllinni, vegna yfirlýsingarinnar. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í báðum kauphöllum um stund vegna þessarar miklu sveiflu. Mögulega vill fyrirtækið kaupa allt hlutaféð á 363 milljarða króna. Það verðmat er 38 prósent hærra en verð Marel var miðað við lokun markaða í gær. Svartur föstudagur alla daga Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir þessa hækkun verðmats ekki koma á óvart. „Alltaf þegar það er yfirtökutilboð, þá verður að bjóða hærra heldur en gengið er á markaði. Svo almennt er svartur föstudagur alla daga í Kauphöllinni á Íslandi. Almennt er hlutabréfaverð á Íslandi umtalsvert lægra heldur en erlendis,“ segir Snorri. Hann segir tilboð JBT í lægri kantinum. „Þetta yfirtökutilboð, það er í lægri enda svona eðlilegs verðmats á félaginu. Þú sérð það að þrátt fyrir það er umtalsvert miklu hærra en gengið á markaði og þetta á við um flest fyrirtæki á markaði,“ segir Snorri. Marel Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Í morgun var greint frá því að bandaríska fyrirtækið JBT hafi lagt fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt yfirtökutilboð í íslenska tæknifyrirtækið Marel. Lokuðu fyrir viðskipti Marel rauk upp um þrjátíu prósent, bæði í íslensku og hollensku kauphöllinni, vegna yfirlýsingarinnar. Lokað var fyrir viðskipti með bréfin í báðum kauphöllum um stund vegna þessarar miklu sveiflu. Mögulega vill fyrirtækið kaupa allt hlutaféð á 363 milljarða króna. Það verðmat er 38 prósent hærra en verð Marel var miðað við lokun markaða í gær. Svartur föstudagur alla daga Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, segir þessa hækkun verðmats ekki koma á óvart. „Alltaf þegar það er yfirtökutilboð, þá verður að bjóða hærra heldur en gengið er á markaði. Svo almennt er svartur föstudagur alla daga í Kauphöllinni á Íslandi. Almennt er hlutabréfaverð á Íslandi umtalsvert lægra heldur en erlendis,“ segir Snorri. Hann segir tilboð JBT í lægri kantinum. „Þetta yfirtökutilboð, það er í lægri enda svona eðlilegs verðmats á félaginu. Þú sérð það að þrátt fyrir það er umtalsvert miklu hærra en gengið á markaði og þetta á við um flest fyrirtæki á markaði,“ segir Snorri.
Marel Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06