Falleinkunn matvælaráðherra og MAST - hluti II - blóðmerar Árni Stefán Árnason skrifar 24. nóvember 2023 14:31 Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Árni Stefán Árnason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og Matvælastofnun lágu undir mikilli gagnrýni um margra vikna skeið þá er heimildamynd um dýraníð í blóðmeraiðanðinum var opinberuð af svissnesk-þýsku dýraverndarsamtökunum AWF. Hafið var yfir allan vafa í mínum lögfræðilega skilningi að mörg ákvæði dýravelferðarlaga höfðu verið brotin og refsiákvæði virkjuð. Matvælaráðherra lauk málinu með setningu reglugerðar, sem átti að kippa öllu í liðinn. MAST vísaði á bug handvömm sinni en vísaði málinu þó til lögreglu, sem felldi málið niður. Einhver mesti fjöldi blaðaskrifa, sem ég man eftir um dýravernd leit dagsins ljós og voru sumar greinar með framúrskarandi rökstuðningi. Miður var að Ríkisendurskoðandi skyldi sneiða fram hjá málinu og bera það fyrir sig að ESA eftirlitsstofnunin væri með þetta mál í skoðun. Nú hefur verið birt nýtt myndband frá erlendu dýraverndarsamtökunum. Það staðfestir að ekki er orð takandi mark á matvælaráðherra né MAST í allri þeirri umræðu, sem verið hefur. Síðasta úrræðið í réttarríki er því að Alþingi taki málið upp aftur. Veikleikinn við það er að það ekki er þingmeirihluti til breytinga með núverandi ríkisstjórn, sem virðist skeytir engu um dýravernd, a.m.k. ei hingað til. Það blasir því við viðvarandi dýraníð hjá blóðmerum og folöldum þeirra. Þetta er hörmungarástand í landi sem kennir sig við siðaða þjóð. Eini vonarneistinn er áframhaldandi áróður. Hann leiddi til þess að 10 ára gamalli barráttu gegn loðdýraeld virðist ætla að ljúka með því að greinin verði lögð af á Íslandi. Hið sama má ætla að gerist, sannfærist Evrópa um að vernda í senn íslenskar merar og gyltur í svínaeldi. - Að neytendur hreinlega hætti neyslu svínakjöts - þannig má slá tvær flugur í einu höggi í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Heimildamyndin Iceland - Land of blood farmshttps://www.youtube.com/watch?v=A-2WILhlrRU
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar