„Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 13:30 Það er mjög erfitt að halda Sigurði Péturssyni fyrir framan sig. Vísir/Bára Sigurður Pétursson átti sannkallaðan stórleik þegar Keflvíkingar rúlluðu upp nágrönnum sínum úr Grindavík í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Sigurður skoraði 26 stig á 30 mínútum en hann hitti alls úr átta af ellefu skotum sínum í leiknum. „Sigurður Pétursson var að spila í sínu gamla húsi og þekkir hringina greinilega mjög vel því það fór allt ofan í hjá þessum strák nánast allan leikinn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Sigurður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og hefur því æft og spilað margoft í Smáranum á síðustu árum. Grindavík þarf einmitt að spila heimaleiki sína í Smáranum vegna jarðhræringa undir bænum. Sigurður var því meira á heimavelli heldur en leikmenn Grindavíkurliðsins. Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hrósaði Sigurði fyrir frammistöðuna. „Fyrir mér þá er þetta fegurðin við hann. Hann er á fullu varnarlega allan leikinn. Hann er í einhverju skítkasti við Kane. Það er svo mikil orka í honum,“ sagði Helgi Már. Deandre Kane er bandaríski stjörnuleikmaður Grindavíkur sem var mjög upptekinn af Sigurði í leiknum. „Hann var frábær í þessum leik og ég elska svona gæja sem bara úsar af orku og stemmningu,“ sagði Helgi. „Fyrir tveimur til þremur árum þá var hann aðallega varnarmaður. Sprengikraftur og frábær varnarlega. Það sést frá því á síðasta tímabili og þangað til núna að hann er búinn að vera að æfa skotið sitt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann er bara miklu, miklu öruggari á skotinu sínu en hann hefur verið áður. Þar opnast hellingur fyrir hann. Ef hann getur hitt úr þessum þristum þá eru mennirnir farnir að vera nær honum. Þá er sprengikrafturinn og styrkurinn sem hann býr yfir ógnvænlegir,“ sagði Sævar. „Þetta er það sama og bróðir hans gerði (Hilmar Pétursson). Þegar hann byrjaði að hitta úr skotunum þá var hann orðinn algjört vandamál. Þeir eru báðir með svaka sprengju og geta komist á hringinn. Þegar þú þarft að komast nær þeim þá verða þeir fyrst og fremst vandamál,“ sagði Helgi. Hilmar Pétursson sló í gegn hjá Blikum en spilar nú sem atvinnumaður hjá þýska félaginu Münster. Það má horfa á umræðuna um Sigurð hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sigurður Pétursson á móti Grindavík
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira