Ardian kaupir meðal annars Verne gagnaverið á Íslandi í risaviðskiptum

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.
Tengdar fréttir

Eigandi Verne Global í kröppum dansi og söluferli gagnavera dregst á langinn
Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna.

Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta
Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global.