Um er að ræða 78 fermetra sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1939. Húsið er á horni Skeggjagötu og Gunnarsbrautar í Norðurmýri í Reykjavík.
Eignin, sem skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi auk þvottahúss í kjallara.
Íbúðin er sérlega björt og fallega innréttuð, en þar má sjá gamalt og nýtt í bland og litríka innanstokksmuni sem fanga augað. Flestir veggir eru málaðir hvítir sem gefur íbúðinni létt og bjart yfirbragð.

Eldhús er opið við stofu sem er rúmgóð og björt. Eldhúsið skartar hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og bláum subway flísum á veggjum.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.




