Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:34 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18