Það er Fótbolti.net sem greinir frá. Þar segir Valur hafi samþykkt tilboð norska félagsins í hinn fjölhæfa Hlyn Frey. Hann gekk í raðir Vals frá Bologna á Ítalíu síðasta vetur og stóð sig frábærlega í sumar þegar Valur endaði í 2. sæti Bestu deildar karla. Skoraði hann tvö mörk ásamt því að binda saman vörn og miðju liðsins.
Hlynur Freyr er aðeins 19 ára gamall en hefur nú þegar spilað fjóra leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands, þar af alla þrjá leiki liðsins í undankeppni EM 2025. Alls á hann að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Óskar Hrafn, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, tekur við stjórnartaumum Haugesund að tímabilinu loknu í Noregi. Félagið er í harðri fallbaráttu þegar aðeins ein umferð er eftir af tímabilinu.